Salzburg nýr staður fyrir veturinn

Heimaborg Mozarts verður hluti af leiðarkerfi WOW air. Flogið verður einu sinni í viku yfir háveturinn.

Ferðamannastraumurinn til alpaborgarinnar Salzburg í Austurríki hefur verið jafn og þéttur síðan kvikmyndin Sound of Music, Tónaflóð, sló í gegn. En margar af þekktustu senum myndarinnar voru teknar upp á svæðinu.

Næsta vetur geta íslenskir túristar flogið beint til þessarar fallegu menningarborgar því WOW air býður upp á vikulegar ferðir þangað frá desember og fram í febrúar samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Í næsta nágrenni við Salzburg eru mörg góð skíðasvæði og jólamarkaður borgarinnar dregur til sín mikinn fjölda ferðamanna ár hvert.