Samfélagsmiðlar

Toppurinn á Danmörku

Nokkrir af þekktustu listmálurum Dana gerðu strandlífinu við nyrsta bæ landsins góð skil undir lok nítjándu aldar. Allar götur síðan hafa sóldýrkendur og menningarvitar lagt leið sína þangað til að fá stemninguna á málverkunum beint í æð.

Ungar konur á kvöldgöngu við flæðamálið í sumarkjólum og fólk sitjandi við veisluborð í fallegum garði veittu Skagensmálurunum innblástur fyrir rúmri öld. Myndir þessa hóps listamanna hafa síðan verið meðal helstu dýrgripa frænda okkar og eru reglulega til sýnis á dönskum söfnum. Betri kynningu gæti ferðamannaiðnaðurinn í Skagen ekki fengið.

Fólk streymir því til þessa nyrsta bæjar landsins allt árið um kring. Þó mest á sumrin því hvergi í Danmörku eru sólarstundirnar fleiri en akkúrat þarna á toppi Jótlands. Enda var það þessi góða birta sem málaranir sóttu í ekki síður en landslagið.

Hvítar baðstrendur

Það er ekki á vísan að róa með veðrið í Danmörku en þó viðrar alla jafna nógu vel fyrir strandferðir flesta daga sumarsins. Sjórinn er nefnilega volgur og hitinn oftast yfir fimmtán gráðum. Þeir sem ferðast út á nyrsta tanga Jótlands ættu því að geta þvegið af sér ferðarykið á ströndinni áður en bænum sjálfum eru gerð góð skil. Heimsókn á safn bæjarins er til dæmis nauðsynleg því þar hanga uppi á veggjum mörg af þessum málverkum sem borið hafa hróður bæjarins svo víða.

Þrjú félög fljúga til Jótlands

Í sumar bjóða Icelandair, Iceland Express og Primera Air, í samstarfi við Heimsferðir, upp á flug til Billund á Jótlandi. Það er því hægðarleikur að heimsækja þetta eina fastaland Dana í sumarfríinu.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Stærsta völundarhús í heimi og landsins bestu kartöflur
NÝJAR GREINAR: Betri samgöngur í Bergen

Myndir: Danmark Media Center

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …