Þrír af fjórum ferðast á eigin vegum

Mikill meirihluti lesenda Túrista ætlar að skipuleggja utanlandsferð sumarsins án aðstoðar ferðaskrifstofu.

Í sumar verða flugfélögin sem fljúga til og frá landinu fleiri en nokkru sinni fyrr. Samfara því hefur borgunum sem flogið er til frá Keflavík fjölgað. Íslenskir túristar standa því frammi fyrir fleiri valkostum nú en áður þegar kemur að millilandaflugi.

Sú staðreynd er kannski helsta ástæðan fyrir því að 76 prósent lesenda Túrista segjast ætla að ferðast á eigin vegum í sumar. Tæplega fjórðungur ætlar hins vegar að láta ferðaskrifstofu um skipulagningu utanlandsferðar sumarsins.

Hátt í fimm hundruð svör fengust í könnuninni.

TENGDAR GREINAR: Ætlum að eyða meiru í utanlandsferðir í ár
NÝJAR GREINAR: Borgar sig að fljúga til útlanda á nóttunni?

Mynd: Göteborg.com