Samfélagsmiðlar

Bratta borgin

Íbúar Lissabon eru vanari að ganga í halla en á jafnsléttu. Það eru þó ekki bara brekkurnar sem hægja á göngu ferðamanna. Fjölbreytileg hús, forvitnilegar hliðargötur og vel varðveittar verslanir og kaffihús kalla á athygli aðkomumannsins. Ekki má heldur flýta sér um of í borg þar sem hitamælirinn sýnir alla jafna tölur sem eru langt yfir íslenskum hitametum.

Þeir standa spenntir ferðamennirnir við stoppistöðvar sporvagns númer 28 í Biarro Alto hverfinu í höfuðborg Portúgals. Ferðinni er heitið niður brattar brekkur eftir mjóum götum og upp í hæðirnar hinum megin í borginni. Þar sem Alfama hverfið er. Ferðalagið minnir soldið á barnarússibana í tívolí. Vagninn fer á fleygiferð niður brekkurnar en hægir svo snögglega á sér þegar fara á upp í mót. Í snörpustu beygjunum ískrar í öllu. Vinsældir þessarar leiðar meðal túrista eru þó ekki bara rússibanareiðinni að þakka. Sjarmi borgarinnar liggur nefnilega einna helst í hlíðum þessara tveggja hverfa sem vagninn keyrir á milli.

Gamla hverfið

Byggðin í Alfama hefur staðið af sér stóra skjálfta sem jafnað hafa aðra hluta borgarinnar við jörðu. Margar af elstu byggingum borgarinnar er því þar að finna, til dæmis kastala Sao Jorge en ofan úr honum er útsýnið yfir borgina óviðjafnanlegt. Í gömlu húsunum er svo ógrynni af huggulegum kaffihúsum og matsölustöðum þar sem hlaða má batteríin. Áhugafólk um kirkjur fær líka nóg fyrir sinn snúð í Alfama því þar er dómkirkja borgarbúa og fleiri sem eru heimsóknarinnar virði, t.d. Santa Engracia.

Það er líka nauðsynlegt að gefa sér tíma í að rölta í rólegheitum um hverfið, stoppa í þröngu götunum og virða fyrir sér þessi fallegu híbýli sem sum hver þurfa á handlögnum eigendum að halda.

Blús í borginni

Í Biarro Alto er stemningin svipuð nema þar eru færri sögufrægar byggingar en fleiri veitingastaðir, barir, kaffihús og verslanir. Heimamenn eru líka meira áberandi á götunum þar en í Alfama. Sérstaklega er líf og fjör á götum Biarro Alto eftir að sólin sest. Þá hljómar víða hin harmþrungna þjóðartónlist Portúgala, Fado. Enda er þessi blús sunginn undir borðum á mörgum veitingastöðum og söngvarar troða upp á krám og tónleikastöðum langt fram eftir nóttu.

Þó Lissabon sé ekki ýkja stór þá hefur hún upp á meira að bjóða en bara þessi tvo gömlu hverfi. Þeir sem ætla að heimsækja borgina ættu því að gefa sér nokkra daga.

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …