Breyttir tímar í Evrópu og vestanhafs

klukka

Klukkan í nágrannaríkjunum var færð fram um einn klukkutíma í nótt og íbúar N-Ameríku verða nær okkur í tíma næsta hálfa árið.

Í gær settist sólin í Danmörku um sjö leytið. Í kvöld verður það fyrst klukkan átta sem hún hverfur af himni. Á móti kemur að danskir morgunhanar sem vöknuðu í birtu í gær þurftu að sætta sig við myrkur í morgun. Ástæðan er sú að í nótt var klukkan í Evrópu færð fram um einn tíma. Vestanhafs tók sumartíminn við fyrir tveimur vikum síðan og næstu misseri munar fjórum, en ekki fimm tímum, á íslenskum tíma og staðartíma á austurströnd Bandaríkjanna.

Þeir sem ferðast til meginlands Evrópu fram til loka október verða því að stilla klukkuna fram um tvo tíma þegar þeir lenda. Í Bretlandi eru munurinn aðeins klukkutími og þeir sem fara til New York færa klukkuna aftur um fjóra tíma þegar þangað er komið.

NÝJAR GREINAR: Hér svindla leigubílstjórarMun ódýrara að fljúga í júní en í apríl

Mynd: Gilderic/Creative Commons