Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Einars Scheving

einar sch

Jazzband á leið í tónleikaferð án vegabréfa, góð máltíð í Róm, fótleggur í gifsi á sundlaugarbakka og bragðið af spænskri kókómjólk er meðal þess sem Einar Scheving tónlistarmaður minnist úr utanlandsferðum sínum. Einar fékk nýverið sérstaka viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna Land míns föður.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Það var líklega sólarlandaferð til annað hvort Costa Del Sol eða Mallorca. Þetta eru mjög óljósar minningar enda var ég mjög ungur þegar fjölskyldan fór að fara nokkuð reglulega til Spánar. Mér þykir því alltaf vænt um Spán. Einhverra hluta vegna er mér einna minnistæðast bragðið af kókómjólkinni þeirra sem maður drakk í tíma og ótíma

Best heppnaða utanlandsferðin:

Það var ekki amalegt þegar við frúin fengum pössum fyrir börnin fjögur og flúðum í nokkra daga til Rómar. Í stuttu máli sagt varð ég gjörsamlega heillaður af borginni.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Tólf ára gamall í sólarlandaferð með foreldrum mínum í gifsi sem náði frá ökkla upp í nára. Það var vægast sagt kvalræði að horfa á alla krakkana í vatnsrennibrautum og fleira án þess að geta tekið þátt. Svo þegar gipsið var tekið þá var fótleggurinn auðvitað skjannahvítur og visinn.

Tek alltaf með í fríið:

Í það minnsta passa og peninga.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Man ekki eftir neinu sérstöku í útlöndum. Hins vegar man ég eftir einu spaugilegu atviki í Leifsstöð þegar ég var á leiðinni á tónleikaferðalag með jazzbandi nokkru fyrir ca. tuttugu árum síðan. Þegar við vorum að innrita okkur fattaði ég að ég hafði gleymt passanum mínum heima. Þar sem ég var langyngstur í bandinu var ég húðskammaður af félögum mínum fyrir kæruleysið, sérstaklega af einum sem fattaði skömmu síðar að hann var sjálfur með útrunninn passa. Nú voru góð ráð dýr þar sem helmingur bandsins var passalaus. Til að bæta gráu ofan á svart þá var sunnudagur og lokað bæði hjá sýslumanninum í Keflavík og á ljósmyndastofu bæjarins. En með því að hringja í einhverja vel tengda aðila þá tókst okkur að ræsa út fólk á báðum stöðum, fengum nýja passa og rétt náðum vélinni.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Osso Bucco-ið á Di Rienzo við Piazza della Rotonda í Róm. Þótt torgið sé krökt af túristum, þá var ansi magnað að sitja við hliðina á Pantheon með fullt tungl í augsýn.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Róm

Draumafríið:

Ég á svo margt eftir, t.d. gæti ég vel hugsað mér að fara til Miðausturlanda, sér í lagi Egyptalands. Ég færi heldur ekkert í fýlu ef mér byðist að sigla um Miðjarðarhafið. Annars er hvaða frí með fjölskyldunni draumafrí.

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …