Frí hótelgisting fyrir Facebook vin

Einn heppinn vinur Túrista á Facebook fær fría hótelgistingu í Kaupmannahöfn.

Flugmiði til Kaupmannahafnar kostar alla jafna minna en til flestra annarra borga. Hótelgisting þar í bæ er hins vegar nokkuð dýr og því getur helgarferðin þangað kostað sitt.

Einn vinur Túrista á Facebook ætti þó að geta látið kaup á farmiða duga næst þegar hann heimsækir gömlu höfuðborgina því í byrjun apríl verður degið út gjafakort upp á 1600 danskar krónur (um 36.000 íslenskar) á Hotel Sct. Thomas. Tveggja manna herbergi á þessu vinalega hóteli kostar frá 795 dönskum krónum.

Til að fylgjast með Túrista í gegnum Facebook þarf að smella hér.

Gjafakortið gildir til loka september.

NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur: Fara á tíma en koma aðeins of seint