Íhuga að fjölga ferðum til Prag

Iceland Express bætti nýverið höfuðborg Tékklands við sumaráætlun sína. Forsvarsmenn félagsins skoða nú að fljúga þangað fram eftir hausti.

Pakkaferðir til Prag hafa verið vinsælar meðal íslenskra ferðamanna í fjölda mörg ár. Þangað hefur þó ekki verið flogið reglulega. Í sumar ætlar Iceland Express að bæta úr því og fljúga til borgarinnar einu sinni í viku.

Forsvarsmenn fyrirtækisins íhuga nú að lengja ferðatímann fram eftir hausti samkvæmt Heimi Má Péturssyni, upplýsingafulltrúa Iceland Express.

Ef úr því verður bætist Prag á listann yfir nýja áfangastaði sem flogið verður til beint frá Keflavík næsta haust og vetur. Á listanum eru nú þegar Denver í Bandaríkjunum, Billund í Danmörku og Salzburg í Austurríki.

HOTELS.COM: Sértilboð á hótelum í Prag

Mynd: Wikicommons