Íslendingar eru helmingur farþega

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hóf flug til Íslands í dag. Félagið áætlar að flytja fimmtíu þúsund farþega á ári til og frá Keflavík. Það stefnir í að annar hver komi héðan.

Íslandsflug easyJet, næst stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, hófst í dag. Áformar félagið að fljúga hingað þrjár ferðir í viku og flytja árlega um fimmtíu þúsund farþega. Hingað til hefur um helmingur farmiðanna verið seldur hér á landi samkvæmt talsmanni félagsins. Það er mun hærra hlutfall en þýska lággjaldaflugfélagið German Wings nær í sínu flugi hingað því um 30 prósent farþega í vélum þess eru Íslendingar.

Samkvæmt verðkönnun Túrista í síðustu viku þá er ódýrara að fljúga með easyJet en íslensku félögunum til London í seinni hluta apríl (viku 16). Iceland Express býður hins vegar lægsta verðið til London í byrjun júní (viku 22).

TENGDAR GREINAR: Ódýrara að fljúga í apríl en júníKapphlaupið um Köln
NÝJAR GREINAR: Borgirnar þar sem leigubílstjórar svindlaFerðaminningar Einars Scheving

Mynd: easyJet