Það kostar þriðjungi minna að fljúga til Kaupmannahafnar júní en í apríl ef miðinn er bókaður í dag.
Borgar sig að kaupa flugmiða til útlanda með góðum fyrirvara eða sleppur að bóka rétt fyrir brottför? Þessar vangaveltur kannast flestir ferðamenn við. Túristi ætlar að gera tilraun til að fá svar við þessari gátu og mun næstu misseri gera reglulegar verðkannanir á fargjöldum til Kaupmannahafnar og London. Borin verða saman verð á farmiðum sem bókaðir eru fjórum og tólf vikum fyrir brottför.
Í könnuninni eru fundin lægstu verð á flugi, báðar leiðir, innan tilgreindar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Lágmarksdvöl í útlöndum er tveir sólarhringar. Easy Jet er eina félagið sem rukkar sérstaklega fyrir innritaðan farangur og þar á bæ þarf einnig að borga bókunargjald. Þessum aukagjöldum er bætt við fargjaldið í samanburðinum. Verðin voru fundin á heimasíðu félaganna í gær, 21. mars.
Lítill munur á WOW air og Iceland Express
Hjá Icelandair og Iceland Express er verðið í apríl hærra en í júní. Er munurinn allt að 32 prósent. Hjá easy Jet er þessu hins vegar öfugt farið. Sá sem bókar ferð með breska fyrirtækinu í apríl borgar því minna en sá sem ætlar í byrjun sumars og kaupir farið í dag.
WOW air býður lægsta verðið til Kaupmannahafnar og London í byrjun júní en munurinn á verðum þess, Iceland Express og easy Jet er lítill. Það síðastnefnda er hins vegar langódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til London um miðjan apríl eins og sjá má á tölfunum hér að neðan. Ekki er tekið tillit til flugtíma í könnuninni því aðeins er leitað eftir ódýrustu verðum báðar leiðir innan vikunnar.
Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar og London í vikum 16 og 24.
Flug til Kaupmannahafnar (verð 21/3) |
Brottför í viku 16 | Brottför í viku 24 | Verðmunur |
Iceland Express | 45.558 kr. | 34.558 kr. | 32% |
Icelandair | 50.530 kr. | 39.130 kr. | 29% |
WOW air | Byrja í júní | 34.527 kr. | – |
Flug til London (verð 21/3) | Brottför í viku 16 |
Brottför í viku 24 | Verðmunur |
easy Jet | 36.858 kr. | 40.175 kr. | -8% |
Iceland Express | 47.581 kr. | 40.081 kr. | 19% |
Icelandair | 55.050 kr. | 43.150 kr. | 28% |
WOW air | Byrja í júní | 39.544 kr. | – |
NÝJAR GREINAR: Kapphlaupið um Köln – Ferðaminningar Einars Scheving
Mynd: Túristi