Spánn í Kringlunni

Hinn árlegi spænski ferðadagur verður haldinn Kringlunni á morgun, laugardag.

Spánn er eitt helsta ferðamannaland í heimi og á morgun blæs ferðamálaráð landsins til kynningar og skemmtunar í Kringlunni þar sem áhugasamir geta sótt sér innblástur fyrir næstu Spánarreisu.  Einnig verða í boði skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa og spænskir réttir verða á boðstólum.
Þetta er í fimmta sinn sem ferðamálaráð Spánar stendur fyrir spænskum ferðadegi á Íslandi. Trine Fredrikke Pedersen hjá ferðamálaráði Spánar segir að Spánn hafi árum saman verið einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðalanga, hvort heldur þeir hafa áhuga á menningu, náttúru, matargerðarlist eða sólarströndum, svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd. „Okkur þykir gaman að koma til Íslands og kynna
spænska ferðaþjónustu, þar sem fjölmargt skemmtilegt er í boði. Íslendingar hafa verið ófeimnir við að koma á kynningarnar og skoða möguleikana,“ segir hún. Dagskráin hefst klukkan ellefu á Blómatorgi Kringlunnar.

NÝJAR GREINAR: Mun ódýrarar að bóka flug núna í júní en apríl