Stærsti flugvöllur í heimi opnar eftir fimm ár

Þeim fjölgar hratt sem eiga erindi til höfuðborgar Kína og því þörf á að stækka flugvöllinn. Sá nýi verður stærsti sinnar tegundir þegar hann opnar árið 2017.

Ferðagleði Kínverja er það mikil að því að spáð að landið verði næst stærsti ferðamannamarkaður í heimi áður en þessi áratugur er liðinn. Fjöldi kínverskra ferðamanna í Evrópu mun fjórfaldast á tímabilinu ef þessar spár ganga eftir. Vöxtur í komum viðskiptafólks og túrista til Kína er einnig stöðugur. Umferðin um flugstöðina í Peking er því orðin það mikil að þörf er fyrir nýjan risastóran flugvöll í nágrenni borgarinnar sem allra fyrst.

Ráðamenn þar í landi hafa ákveðið að ráðast í verkefnið og leggja níu flugbrautir við nýja flugstöð í Daxing í útjaðri höfuðborgarinnar. Verður þetta stærsti flugvöllur í heimi samkvæmt Reuters.

Flugvöllurinn í Peking er í dag sá næst stærsti í heimi, í farþegum talið. Í fyrra fóru nærri áttatíu milljónir farþega þar um. Það er rúmlega tíu milljónum færra en um Atlanta flugvöll í Bandaríkjunum.

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar –  Komuleyfi Icelandair mögulega 10 milljarða virði

Mynd: Foster+Partners