Stundvísast í Evrópusambandinu

Ekkert flugfélag innan Evrópusambands flugfélaga var jafn oft á réttum tíma og Icelandair í febrúar.

Icelandair var stundvísast af aðildarfélögum AEA, Evrópusambands flugfélaga, í síðasta mánuði. Rúmlega 90 prósent ef ferðum félagsins fóru á réttum tíma. Innan AEA eru mörg af þekktustu og stærstu flugfélögum álfunnar, til að mynda British Airways, KLM og Lufthansa. Lággjaldafélög eins og Ryanair, easy Jet og Norwegian eru ekki í þessum félagsskap.

„Við leggjum mikla áherslu á stundvísi í þjónustu Icelandair og þessi samanburður við öll helstu flugfélög álfunnar staðfestir að við erum í fremstu röð á þessu sviði. Það gekk vel í febrúar þrátt fyrir fjölbreytileg veðurskilyrði og þess vegna fórum við á toppinn að þessu sinni“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair í tilkynningu frá félaginu.

TENGDAR GREINAR: Er biðin eftir Iceland Express á enda?
NÝJAR GREINAR: Borgirnar þar sem leigubílstjórar svindla

Mynd: Icelandair