Stundvísitölur: Fara á tíma en koma aðeins of seint

Þeir sem ætla til útlanda á næstunni skulu mæta tímanlega í Leifsstöð því flugið fer mjög líklega á réttum tíma.

Flug frá Keflavíkurflugvelli stóðust nær alltaf áætlun í febrúar. Aðeins urðu seinkanir á einni ferð Iceland Express til Kaupmannahafnar og London á seinni hluta mánaðarins, líkt og fyrri tvær vikurnar.

Hjá Icelandair fóru vélarnar í loftið frá Keflavík á réttum tíma í nærri nítíu prósent tilvika.

Ferðir félaganna tveggja til Íslands töfðust hins vegar mun oftar en þó var seinkunin alla jafna lítil. Um helmingur véla Icelandair lentu hér á landi á réttum tíma og tvær af þremur hjá Iceland Express.

 

Þessar vikurnar einbeitir Iceland Express sér að flugi til tveggja áfangastaða og fjöldi flugferða er því átta sinnum minni en hjá samkeppnisaðilanum.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 29. febrúar (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta febrúar).

16. – 29. feb. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 89% (89%) 2 mín (6 mín) 52% (51%) 8 mín (9 mín) 71% (70%) 5 mín (8 mín)
Iceland Express 95% (95%) 1 mín (0,5 mín) 63% (71%) 5 mín (4 mín) 80% (83%)

3 mín (2 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook og þú gætir unnið gistingu á hóteli í Kaupmannahöfn. Smelltu hér.

NÝJAR GREINAR: Tjaldferð til Jótlands
TENGDAR GREINAR: Stundvísitölur á fyrri hluta febrúar

Mynd: Túristi