Tjaldferð til Jótlands

Taktu þér heimamenn til fyrirmyndar og sparaðu þér fúlgur fjár á ferðalagi um Danmörku.

Meðaljóninn í Danmörku vill frekar gista og grilla á tjaldsvæðum þegar hann ferðast innanlands í stað þess að eyða í hótel og fína veitingastaði. Svínakjöt, bjór og tjald er því að finna í bílskottinu þegar “familían Danmark“ flakkar um föðurlandið á sumrin. Úrvalið af stöðum til að tjalda á er þess vegna mjög gott í Danmörku og það ættu íslenskir ferðamenn að nýta sér ef þeir vilja ferðast ódýrt um land frænda okkar.

5 stjörnu stæði

Það kostar á bilinu 200 til 500 danskar krónur fyrir fjölskyldu að slá upp tjaldi á þriggja til fimm stjörnu tjaldsvæði. Á þeim er meðal annars að finna kjörbúðir og nógu mikið af sturtum svo ekki myndist biðröð við þær á morgnana.

Baðstrendur eru oft í næsta nágrenni við tjaldsvæðin, til dæmis á vesturströnd Jótlands þar sem nóg er af hvítum sandi. Einnig má finna stæði fyrir tjöld við flesta bæi landsins. Þá er hægt að fara í bæinn og kaupa ís og kannski pylsu með súrum gúrkum og steiktum lauk ofan á. Munið bara að biðja um servíettu því meira að segja heimamenn eiga fullt í fangi með þennan rétt.

Hjól og tjald

Danir eru sennilega heimsmeistarar í hjólreiðum og sveitavegirnir eru vinsælir meðal þeirra sem vilja hjóla um landið. Sum tjaldstæði ligga við þekktar hjólaleiðir og þar má oft leigja hjólhesta. Það er klárlega miklu ódýrara en að leigja bíl. Þannig að þeir sem vilja ferðast virkilega ódýrt um Danmörku pakka niður tjald og leigja sér svo hjól þegar komið er á áfangastað.

Ganglegar upplýsingar um dönsk tjaldstæði er að finna hér.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Toppurinn á Danmörku
NÝJAR GREINAR: Skrifað í skýjunum

Myndir: Danmark Media Center