Tjald­ferð til Jótlands

Taktu þér heima­menn til fyrir­myndar og sparaðu þér fúlgur fjár á ferða­lagi um Danmörku.

Meðal­jóninn í Danmörku vill frekar gista og grilla á tjald­svæðum þegar hann ferðast innan­lands í stað þess að eyða í hótel og fína veit­inga­staði. Svína­kjöt, bjór og tjald er því að finna í bílskottinu þegar “familían Danmark“ flakkar um föður­landið á sumrin. Úrvalið af stöðum til að tjalda á er þess vegna mjög gott í Danmörku og það ættu íslenskir ferða­menn að nýta sér ef þeir vilja ferðast ódýrt um land frænda okkar.

5 stjörnu stæði

Það kostar á bilinu 200 til 500 danskar krónur fyrir fjöl­skyldu að slá upp tjaldi á þriggja til fimm stjörnu tjald­svæði. Á þeim er meðal annars að finna kjör­búðir og nógu mikið af sturtum svo ekki myndist biðröð við þær á morgnana.

Baðstrendur eru oft í næsta nágrenni við tjald­svæðin, til dæmis á vest­ur­strönd Jótlands þar sem nóg er af hvítum sandi. Einnig má finna stæði fyrir tjöld við flesta bæi landsins. Þá er hægt að fara í bæinn og kaupa ís og kannski pylsu með súrum gúrkum og steiktum lauk ofan á. Munið bara að biðja um serví­ettu því meira að segja heima­menn eiga fullt í fangi með þennan rétt.

Hjól og tjald

Danir eru senni­lega heims­meist­arar í hjól­reiðum og sveita­veg­irnir eru vinsælir meðal þeirra sem vilja hjóla um landið. Sum tjald­stæði ligga við þekktar hjóla­leiðir og þar má oft leigja hjól­hesta. Það er klár­lega miklu ódýrara en að leigja bíl. Þannig að þeir sem vilja ferðast virki­lega ódýrt um Danmörku pakka niður tjald og leigja sér svo hjól þegar komið er á áfanga­stað.

Gang­legar upplýs­ingar um dönsk tjald­stæði er að finna hér.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Topp­urinn á Danmörku
NÝJAR GREINAR: Skrifað í skýj­unum

Myndir: Danmark Media Center