Villta norðvestrið

Danskir bændur hafa nýtt jarðir sínar vel í gegnum aldirnar og þar er varla óplægðan akur að finna. Fyrsti þjóðgarður landsins sker sig þó úr enda þykir landslagið á þessum slóðum heldur kaldranalegt, alla vega miðað við aðrar sveitir landsins.

Landslagið í Danmörku verður seint sagt stórbrotið enda er landið afskaplega flatt. Það hefur þó vissulega sinn sjarma að horfa yfir fallegar grónar grundir svo langt sem augað eygir. Það verður því enginn Íslendingur svikinn af því að ferðast um land frænda okkar og upplifa gjörólíkt landslag en við eigum að venjast hér heima. Það er þó eitt svæði í Danmörku sem sker sig úr. Það kallast Thy og liggur í norðvesturhluta Jótlands og er fyrsti danski þjóðgarðurinn.

Nóg af sandi

Vindurinn hefur borið sand yfir jarðirnar á Thy svæðinu í langan tíma. Sandhólar og miklar og breiðar sandstrendur eru því áberandi á þessum slóðum. Þar eru þó einnig að finna skóglendi og kristaltær vötn. Landslagið er fjölbreytt á þessu 244 ferkílómetra svæði sem auðvelt er að kynna sér hjólandi og gangandi.

Úrval af skipulögðum ferðum

Eins og alþjóð veit þá hentar flatlendið í Danmörku einstaklega vel til hjólreiða. Thy þjóðgarðurinn er þar engin undantekning. Hjólaferðalag um garðinn getur tekið nokkra daga og gistir fólk þá á tjaldsvæðum, farfuglaheimilum, krám eða jafnvel hótelum.

Þeir sem vilija frekar fara um gangandi geta farið á eigin vegum eða bókað sér hópferð (sjá nánar hér). Bílar og hestar þeysa líka um þjóðgarðinn þannig að það hafa allir jafnan aðgang að þessu villta og einstaka svæði í Danmörku.

TENGDAR GREINAR: Tjaldferð til Jótlands
NÝJAR GREINAR: Íslendingar helmingur farþega

Myndir: Danmark Media Center/Nationalpark Thy

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við: