5 vinsælustu áfangastaðir Íslendinga

Borgirnar sem við fljúgum til þegar leiðin liggur til útlanda.

Það er löng hefð fyrir því á meðal íslenskra túrista að heimsækja Kaupmannahöfn og það er ekkert lát á vinsældum borgarinnar. Héðan fljúga því nokkrar farþegaþotur á dag til Kastrup og enginn áfangastaður nýtur meiri hylli meðal flugfarþega á Keflavíkurflugvelli en Kaupmannahöfn. Þetta sýna tölur frá Isavia yfir þær fimm borgir sem flestir fljúga til frá Keflavík.

Í öðru sæti er London en búast má við að sú borg eigi eftir að gera tilkall til toppsætisins í lok árs því nú fjölgar þeim félögum sem bjóða upp á flug til borgarinnar og ferðirnar verða tíðari. Höfuðborg Noregs er í þriðja sæti en framboð á flugsætum þangað eykst einnig í sumar með tilkomu Norwegian. Bandarísku borgirnar Boston og New York eru í næstu sætum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Vinsælustu áfangastaðir íslenskra flugfarþega:

1. Kaupmannahöfn

2. London

3. Osló

4. Boston

5. New York

TENGDAR GREINAR: Fimmtungs fjölgun gistinátta Íslendinga í Danmörku
NÝJAR GREINAR: Besti veitingastaður Norðurlanda

Mynd: Túristi. Heimild: Isavia