Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Kristín í París

Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í rúm tuttugu ár. Hún hefur í áratug rekið vefinn Parísardaman og býður upp á gönguferðir um borgina. Hér gefur hún nokkrar hugmyndir að góðum stundum í París.

Rómantískt kvöld

Uppskrift að góðu kvöldi getur til dæmis verið að fara snemma út að borða einhvers staðar í nágrenni Pont Neuf-brúarinnar. Ég get til dæmis mælt með Le chien qui fume sem er hefbundinn franskur staður. Þaðan er svo stutt að ganga að fyrrnefndri brú, og fara niður að bökkunum þar sem bronsstytta af Hinriki IV á hestbaki trónir og taka klukkustundarlanga siglingu með Les Vedettes du Pont Neuf. Brýrnar eru allar fallega upplýstar, sem og helstu byggingar meðfram ánni. Athugið að síðasta brottför er kl. 22:30.

Sætur eftirmiðdagur

Kökur úr góðu bakaríi eru þess virði að smakka. Upplagt er að fara og velja sér eina af þessum girnilegu djásnum og gæða sér á þeim úti í garði eða á næsta kaffihúsi. Þá þarf að biðja þjóninn um leyfi, því auðvitað er ekki sjálfsagt mál að koma með nesti. Þeir sem eru forsjálir geta verið með servíettur, diska og glös í farangrinum og jafnvel komið við í vínbúð eftir kaldri kampavínsflösku. Makkarónukökur eru vinsælar þessa dagana en fylgið innsæinu og prófið jarðarberjatertu (fraisier), svartaskógarköku (forêt noire) eða hvað sem fangar augu ykkar við kökukælinn.

Það er vitanlega hægt að bíða í röðinni hjá Ladurée, eða koma við í fínustu matvörubúðinni Fauchon við Place de la Madeleine, en í París úir og grúir af fallegum og góðum bakaríum, hér er t.d. ein ábending:

Gérard Mulot, 6, rue Pas de la Mule, 75004 París. – örskammt frá Place des Vosges, þar sem hægt er að setjast í grasið, eða á bekk í skugga trjánna.

Ókeypis

París er sannarlega ein af fegurstu borgum í heimi. Ég mæli með því að fara á Pont des Arts við sólarlag. Þaðan er fallegt útsýni til allra átta. Í austri trónir Notre Dame á Borgarey, Ile de la Cité, og elsta steinbrúin, Pont Neuf, nýtur sín vel. Til vesturs liggur Louvre-höllin við Signubakka og himininn getur orðið ansi fallegur ef skilyrði eru hagstæð.

Göngugötur og stemning

Það er ekki mikið af göngugötum í París, en Montorgueil hverfið í 1. hverfi, norðan við Les Halles, var tekið í gegn fyrir nokkrum árum og lokað fyrir bílaumferð að mestu. Rue Montorgueil er yndisleg gata, þar skiptast á lifandi kaffihús, matsölustaðir og sælkerabúðir. Mannlífið er skrautleg blanda af gamla fólkinu sem hefur alltaf búið þarna og yngri nýríkum íbúum, í bland við alls konar fólk sem sækir vinnu eða kemur að versla í hverfinu. Fordrykkur á kaffihúsi upp úr fimm er góð leið til að uppgötva fjölbreytta mannlífsflóru Parísar.

Aðrar lifandi götur: Rue des Rosiers í 4. hverfi og Rue Mouffetard í 5. hverfi.

Cluny safnið

Miðaldasafn Parísar, Musée de Cluny, er eitt af þessum smáu þægilegu söfnum sem eru góð fyrir þá sem geta ekki hugsað sér yfirþyrmandi risasöfn á borð við Louvre. Perla safnsins er veggteppaserían Ungfrúin og einhyrningurinn, sem Tracy Chevalier hefur nýtt sér sem innblástur í skáldsögu (sú sem skrifaði um málverkið Stúlka með perlueyrnalokk).

Teppin sýna samskipti einhyrnings og ungrar stúlku sem hann kennir að þekkja skilningarvitin fimm. Þau er hægt að túlka á erótískan hátt og hafa því náð heimsfrægð. Hér má til dæmis lesa um þau, á ensku.

Smellið hér til að heimsækja vef Parísardömunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar

Mynd: Benni Valsson

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …