Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Kristín í París

Kristín Jónsdóttir hefur búið í París í rúm tuttugu ár. Hún hefur í áratug rekið vefinn Parísardaman og býður upp á gönguferðir um borgina. Hér gefur hún nokkrar hugmyndir að góðum stundum í París.

Rómantískt kvöld

Uppskrift að góðu kvöldi getur til dæmis verið að fara snemma út að borða einhvers staðar í nágrenni Pont Neuf-brúarinnar. Ég get til dæmis mælt með Le chien qui fume sem er hefbundinn franskur staður. Þaðan er svo stutt að ganga að fyrrnefndri brú, og fara niður að bökkunum þar sem bronsstytta af Hinriki IV á hestbaki trónir og taka klukkustundarlanga siglingu með Les Vedettes du Pont Neuf. Brýrnar eru allar fallega upplýstar, sem og helstu byggingar meðfram ánni. Athugið að síðasta brottför er kl. 22:30.

Sætur eftirmiðdagur

Kökur úr góðu bakaríi eru þess virði að smakka. Upplagt er að fara og velja sér eina af þessum girnilegu djásnum og gæða sér á þeim úti í garði eða á næsta kaffihúsi. Þá þarf að biðja þjóninn um leyfi, því auðvitað er ekki sjálfsagt mál að koma með nesti. Þeir sem eru forsjálir geta verið með servíettur, diska og glös í farangrinum og jafnvel komið við í vínbúð eftir kaldri kampavínsflösku. Makkarónukökur eru vinsælar þessa dagana en fylgið innsæinu og prófið jarðarberjatertu (fraisier), svartaskógarköku (forêt noire) eða hvað sem fangar augu ykkar við kökukælinn.

Það er vitanlega hægt að bíða í röðinni hjá Ladurée, eða koma við í fínustu matvörubúðinni Fauchon við Place de la Madeleine, en í París úir og grúir af fallegum og góðum bakaríum, hér er t.d. ein ábending:

Gérard Mulot, 6, rue Pas de la Mule, 75004 París. – örskammt frá Place des Vosges, þar sem hægt er að setjast í grasið, eða á bekk í skugga trjánna.

Ókeypis

París er sannarlega ein af fegurstu borgum í heimi. Ég mæli með því að fara á Pont des Arts við sólarlag. Þaðan er fallegt útsýni til allra átta. Í austri trónir Notre Dame á Borgarey, Ile de la Cité, og elsta steinbrúin, Pont Neuf, nýtur sín vel. Til vesturs liggur Louvre-höllin við Signubakka og himininn getur orðið ansi fallegur ef skilyrði eru hagstæð.

Göngugötur og stemning

Það er ekki mikið af göngugötum í París, en Montorgueil hverfið í 1. hverfi, norðan við Les Halles, var tekið í gegn fyrir nokkrum árum og lokað fyrir bílaumferð að mestu. Rue Montorgueil er yndisleg gata, þar skiptast á lifandi kaffihús, matsölustaðir og sælkerabúðir. Mannlífið er skrautleg blanda af gamla fólkinu sem hefur alltaf búið þarna og yngri nýríkum íbúum, í bland við alls konar fólk sem sækir vinnu eða kemur að versla í hverfinu. Fordrykkur á kaffihúsi upp úr fimm er góð leið til að uppgötva fjölbreytta mannlífsflóru Parísar.

Aðrar lifandi götur: Rue des Rosiers í 4. hverfi og Rue Mouffetard í 5. hverfi.

Cluny safnið

Miðaldasafn Parísar, Musée de Cluny, er eitt af þessum smáu þægilegu söfnum sem eru góð fyrir þá sem geta ekki hugsað sér yfirþyrmandi risasöfn á borð við Louvre. Perla safnsins er veggteppaserían Ungfrúin og einhyrningurinn, sem Tracy Chevalier hefur nýtt sér sem innblástur í skáldsögu (sú sem skrifaði um málverkið Stúlka með perlueyrnalokk).

Teppin sýna samskipti einhyrnings og ungrar stúlku sem hann kennir að þekkja skilningarvitin fimm. Þau er hægt að túlka á erótískan hátt og hafa því náð heimsfrægð. Hér má til dæmis lesa um þau, á ensku.

Smellið hér til að heimsækja vef Parísardömunnar.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar

Mynd: Benni Valsson

Nýtt efni

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …