easyJet næstdýrast í júlí

Það kostar 8 þúsund krónum minna að fljúga með Iceland Express og WOW air til London í annarri viku júlí en easyJet. Iceland Express er líka ódýrasti kosturinn fyrir þá sem ætla til Kaupmannahafnar á sama tímabili.

Sá sem vill fljúga til og frá London í viku 28 (9. til 15. júlí) greiðir tæpar 46 þúsund krónur fyrir farið með easyJet. Á sama tíma kostar farið með Iceland Express 37.400 en 37.544 hjá WOW air. Hins vegar er breska lággjaldaflugfélagið ódýrasti kosturinn ef ferðast á í viku 20 (14. til 20.maí).

Þetta sýna niðurstöður verðkönnunar Túrista þar sem fundin voru lægstu fargjöldin, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar og London innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar.

Túristi gerði álíka verðkönnun í síðasta mánuði og mun halda áfram að fylgjast með þróun á verði fargjalda til London og Kaupmannahafnar næstu misseri.

Iceland Express ódýrast til Köben

Í sumar munu Iceland Express, Icelandair og WOW air keppa um hylli þeirra sem ætla að leggja leið sína til Kaupmannahafnar. Samkvæmt könnun Túrista á fargjöldum í viku 28 er Iceland Express ódýrasti kosturinn því farið, báðar leiðir, kostar 34.558 krónur. Það er rúmum ellefu þúsund krónum minna en ferðin kostar hjá WOW air. Icelandair er hins vegar dýrast eins og sjá má á töflunni hér að neðan.

Ódýrustu farmiðarnir, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar og London í vikum 20 (14.-20. maí) og 28 (9.-15. júlí):

Flug til Kaupmannahafnar (verð frá 19.apr)
Brottför í viku 20 Brottför í viku 28 Verðmunur
Iceland Express 45.558 kr. 34.558 kr. 32%
Icelandair 47.230 kr. 47.030 kr. 0%
WOW air Byrja í júní 45.607 kr.

 

 

 

 

Flug til London (verð frá 19.apr) Brottför í viku 20
Brottför í viku 28 Verðmunur
easy Jet* 38.921 kr. 45.894 kr. -15%
Iceland Express 41.581 kr. 37.400 kr. 11%
Icelandair 47.330 kr. 62.710 kr. 28%
WOW air Byrja í júní 37.544 kr.

 

 

 

*Easy Jet rukkar sérstaklega fyrir innritaðan farangur. Verði á einni tösku er bætt við fargjaldið í samanburðinum.

Fylgstu með Túrista á Facebook
NÝJAR GREINAR: Vegabréf er þarfaþingÁ heimavelli: Kristín í París

Mynd: Visit London