Evrópureisur í Fríverslun

Ferðalag um eitt fallegasta hérað Ítalíu, hönnunarreisa til Helsinki og heimsókn til höfuðborgar Spánar er meðal þess sem stendur þeim til boða sem ætla í frí til útlanda á næstunni.

Hvort sem þú vilt gista í tjaldi eða á fimm stjörnu hóteli, ferðast um sveit eða borg þá gætir þú fundið næstu ferð til útlanda í Fríverslun Túrista. Þar er að finna kynningar á nokkrum af þeim ferðum sem efnt verður til á næstu vikum og mánuðum á vegum ferðaskrifstofa.

Oftar en ekki er um að ræða reisur í fylgd með fararstjórum. Til dæmis tekur Kristinn R. Ólafsson á móti fólki í Madríd undir lok mánaðarins og höfuðborgir Frakklands og Finnlands verða einnig kannaðar með íslenskum leiðsögumönnum í vor. Leiðin liggur ekki oft til Riga í Lettlandi en þangað verður flogið beint í byrjun maí.

Þeir sem vilja gera vel við sig geta bókað helgarferð til London og búið á fimm stjörnu hóteli. En tónlistaráhugafólk horfir hins vegar til Hróarskeldu í byrjun júlí.

Það eru ekki aðeins borgarferðir í Fríversluninni því þar er einnig að finna lengri ferðalög um Alpana og Toskana og fljótasiglingu og gönguferðir um Þýskaland.

Hér geturðu skoðað úrvalið í Fríversluninni.

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar