Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Óskars Axelssonar

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Axelsson komst í hann krappann í París en ferðaðist um Ísrael og Palestínu án vandræða. Hann hefur farið víða og leggur áherslu á að borða að hætti heimamanna hvar sem hann kemur.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Ég fór til Mæjorka tveggja ára en man svo sem ekki mikið eftir því. Við fjölskyldan fórum þangað á hverju ári þegar ég var lítill og fyrstu ferðaminningarnar eru sannarlega þaðan.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Ég hugsa að það hafi verið ferð okkar Huldu, konunnar minnar, til Ísrael og Palestínu. Sú ferð var æðislega vel lukkuð að öllu leyti. Við gistum ýmist á hótelum eða hjá fólki sem tengdust ísraelskum vinum okkar í New York, þar sem við bjuggum á þessum tíma.
Vorum m.a. í nokkra daga í Kibbutz sem staðsett er í Negev eyðimörkinni.
Saga þessa landsvæðis er náttúrulega svo ótrúlega mikilvæg og það er fátt sem jafnast á við að ráfa um innan múra hinnar gömlu Jerúsalem. Þá er Tel Aviv hreint stórskemmtileg og afslöppuð strandborg, minnti mig einna helst á Barcelona, bara minni. Og tilfinningin að fljóta um í Dauðahafinu er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum.
Við höfðum lesið okkur mikið til um margþætta sögu landsins og vorum ágætlega að okkur í stöðu mála í deilum Ísraela og Palestínu, eða „the conflict“ eins og þeir sjálfir kalla það. Og hvert sem við komum voru allir mjög áhugasamir um að ræða um deiluna og allir sem við hittum vildu segja okkur frá sínum sjónarmiðum. Við ferðuðumst vítt og breitt um landið. Fórum m.a. til Hebron í Palestínu en miðbærinn þar er hreinlega í herkví Ísraela sökum þess að nokkur hundruð bókstafstrúar gyðingar, flestir nýlega fluttir til Ísrael frá Brooklyn, ákváðu fyrir nokkrum árum að ryðjast þar inn í nokkrar byggingar, hertaka þær og byggja sér svo heimili ofan á byggingarnar. Maður upplifði sig eins og í miðju stríði þarna í miðbænum, en fyrir utan hann iðaði allt af lífi og fjöri.
Það var annars magnað að upplifa, bæði í Ísrael en þó auðvitað miklu meira í Palestínu, hvað fólk var í senn hissa og þakklátt fyrir að við hjónin vorum bara þarna á eigin vegum í fríi. En flestir sem heimsækja þetta umdeilda landsvæði hafa einhverja aðra ástæðu en hreinræktaðan túrisma.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Ætli það sé ekki ferðalag okkar hjóna til Portúgal fyrir nokkrum árum. Við vorum að fara í brúðkaup vina okkar. Brottför frá New York á afmælisdaginn minn og okkur tókst að missa af flugvélinni út af því að þáverandi úrið mitt, sem átti víst að vera beintengt gervihnöttum og því rosalega nákvæmt, ákvað að vanstillast eitthvað. Úrið endaði í ruslafötu á JFK og við enduðum heima á meðan farangurinn okkar fór sem leið lá til Lissabon í gegnum Dublin. Við flugum svo daginn eftir þannig að við náðum alla vega brúðkaupinu, þó töskurnar, með smókingnum og kjólnum, hafi tekið yfir viku að skila sér og setti það heilmikið strik í reikninginn það sem eftir lifði frísins í Portúgal.

Tek alltaf með í fríið:
Ég fer hvergi án þess að „lesgleraugun“ (sjá hér) séu með í för. Hjálpa mér að sofna á hverju einasta kvöldi, án þess að ég fái hálsríg!

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Líklega þegar reynt var að ræna mig í París, rétt hjá Gare du Nord lestarstöðinni fyrir all mörgum árum. Ég var á Interrail ferðalagi með félaga mínum og kannski eittvað kærulaus í fasi. Tveir gaurar plötuðu mig og áður en varði var annar þeirra kominn með veskið mitt í hendur. Mér brá svakalega. Lét öllum illum látum, öskrandi á þá alls kyns fúkyrði, en tókst einhvern veginn að hrifsa af þeim veskið aftur. Félagi minn forðaði mér áður en illa fór og ég var svo í sjokki nokkuð lengi á eftir.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Það er útilokað að svara þessu. Ég legg mikið upp úr því að borða „local“ mat og er sennlega yfirleitt þannig stemmdur að mér finnst hann nánast alltaf bragðgóður. En ef ég verð að velja ætli ég nefni ekki steikurnar í Argentínu, „mixed grill“ – yfirleitt medum well done að hætti heimamanna, en engu að síður meyrar einsog smjör.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Önnur spurning sem ómögulegt er að svara! En jæja, get a.m.k. nefnt það sem kemur fyrst upp í hugann:
New York, enda heimili okkar hjóna í 8 ár. Róm. Hong Kong, er nýkominn heim þaðan, mjög heillaður. Amorgos, friðsæl eyja í gríska eyjaklasanum.
Sarlat, smábær í S-Frakklandi þar sem vinafólk okkar á lítin búgarð. Hef heimsótt þau tvisvar og mun vonandi gera oft til viðbótar.
Vieques, lítil eyja fyrir utan Puerto Rico. Þar er að finna einn besta „bioluminescent bay“ veraldar, en að svamla þar um á miðnætti og lýsast upp af þessum örverum, er eitthver magnaðasta upplifun sem ég hef átt.

Draumafríið:
Þessa dagana dreymir mig helst um að heimsækja Japan. Þarf að láta það rætast sem fyrst.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar
NÝJAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur á meðal 100 bestu

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …