Icelandair fær þrjár og Iceland Express tvær

Stjörnugjöf hefur lengi tíðkast í hótelgeiranum en flugrekendur eru sjaldan flokkaðir með þeim hætti. Breskt ráðgjafafyrirtæki sest þó árlega í dómarasætið og útdeilir stjörnum til flugfélaga. Notendur Tripadvisor gera slíkt hið sama.

Ekkert flugfélag fær hæstu einkunn, sex stjörnur, í einkunnagjöf ráðgjafafyrirtækisins Skytrax og þar á bæ þykja aðeins fimm flugfélög nógu góð fyrir fimm stjörnur. Eini fulltrúi Norðurlanda, í fjögra stjörnu flokknum, er hið finnska Finnair. Icelandair, SAS og Norwegian verða að sætta sig við þrjár stjörnur en í þann flokk komast félög sem veita viðunandi þjónustu eins og það er orðað á heimasíðu Skytrax. Iceland Express fær aðeins tvær stjörnur.

Harður dómur hjá gagnrýnendum götunnar

Á ferðasíðunni Tripadvisor hafa hótel og veitingastaðir lengi verið vegnir og metnir af ferðamönnum. Undanfarið ár hafa notendur síðunnar einnig getað sagt álit sitt flugfélögum og hafa birst sjötíu og einn dómar um Icelandair. Félagið fær meðaleinkunina þrjár af fimm mögulegum.

Tuttugu og sex hafa sagt skoðun sína á Iceland Express á Tripadvisor og fer fyrirtækið aðeins einn af fimm í meðaleinkunn. Líklega mun meðaltalið hækka ef ferðir fyrirtækisins halda áfram að vera á tíma því eins og stundvísitölur Túrista hafa sýnt fram á það eru tafir mjög sjaldgæfar hjá Iceland Express um þessar mundir.

NÝJAR GREINAR: Samkeppni um Stokkhólm
LÍTTU VIÐ Í FRÍVERSLUN TÚRISTA

Mynd: Kaupmannahafnarflugvöllur