Keflavíkurflugvöllur meðal 100 bestu

Engin flugstöð toppar Incheon í Seoul í S-Kóreu. Schiphol í Amsterdam er hins vegar fremstur í flokki evrópskra flugvalla.

Biðtími í öryggishliði, þjónustulund starfsfólks, samgöngur til og frá flugstöð og verðlag eru meðal þeirra þátta sem fyrirtækið Skytrax notar til að meta hvaða flugvellir í heiminum eru bestir. Í ár voru það vellirnir í Seoul, Singapúr og Hong Kong sem skipuðu þrjú efstu sætin. Næst kom Schiphol í Amsterdam og í því fimmta var Peking Capital.

Af flugvöllum Norðurlandanna þá bar sá í Kaupmannahöfn sigur úr bítum og endaði í tólfta sæti á heimsvísu. Vantaa í Helsinki var í sæti 22, Gardermoen í Osló í 48. sæti og Arlanda í Stokkhólmi í því 51. Keflavíkurflugvöllur endaði í sæti númer 84 sem er einu sæti ofar en á lista Skytrax í fyrra.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: „Takið af ykkur skóna“ – en bara í Leifsstöð – Langflestir keyra sjálfir út á Leifsstöð

Mynd: Wikicommons