Skrásetja Íslendinga í útlöndum

Ertu á leið í ferðalag til lands þar sem ástandið er ótryggt? Þá geturðu látið utanríkisráðuneytið vita af ferðum þínum.

Þegar ófremdarástand skapast í útlöndum hafa stjórnvöld hér á landi samband við alla íslenska ríkisborgara sem kunna að vera staddir á viðkomandi svæði. Það er þó ekki sjálfgefið að til séu upplýsingar um alla þá Íslendinga sem búa í útlöndum eða eru á ferðalagi þar sem víðsjárvert ástand skapast.

Þess vegna biður utanríkisráðuneytið þá sem dvelja í útlöndum í lengri eða skemmri tíma að skrá upplýsingar um ferðir sínar á heimasíðu ráðuneytisins. Skráningin hófst síðasta sumar og segir Jóhann Jóhannsson, yfirmaður borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, gjarnan vilja sjá fleiri skráningar á listann.

Hér má finna skráningarform utanríkisráðuneytisins

TENGDAR GREINAR: Til þessara landa skaltu ekki fara
NÝJAR GREINAR: Yfirvigt álíka dýr og fargjaldið

Mynd: Túristi