Stundvísitölur: 95 prósent á tíma

Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli voru nær alltaf á tíma síðastliðnar tvær vikur.

Stundvísi Icelandair og Iceland Express um þessar mundir lofar góður fyrir sumarið. Nær allar vélar fara í loftið á tíma og lenda samkvæmt áætlun. Ferðaáætlanir farþega á Keflavíkurflugvelli riðlast því ekki vegna seinkanna sem eru góðar fréttir fyrir þá sem eru á leiðinni út fyrir landsteinana.

Á fyrri hluta aprílmánaðar voru ferðir Iceland Express, til og frá landinu, á réttum tíma í 91 prósent tilvika og hjá Icelandair var hlutfallið 88 prósent. Tafir á mínútum talið voru litlar sem engar. Nær allar brottfarir héldu áætlun eins og sést á töflunni hér að neðan.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. apríl (í sviga eru niðurstöður seinni hluta mars).

1. – 15. apríl.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 95% (94%) 2 mín (1 mín) 81% (63%) 4 mín (6 mín) 88% (79%) 3 mín (4 mín)
Iceland Express 95% (87%) 2 mín (4 mín) 87% (86%) 8 mín (3 mín) 91% (86%)

5 mín (3 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Á heimavelli: Kristín í París –  Á að gefa betlurum?
KÍKTU Í FRÍVERSLUN TÚRISTA

Mynd: Túristi