Stundvísitölur: Bæði félögin til fyrirmyndar

Bæðin Icelandair og Iceland Express héldu langoftast áætlun  á seinni hluta marsmánaðar.

Síðasta sumar stóðst Keflavíkurflugvöllur ekki samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda hvað stundvísi varðar. Þá fóru um það bil níu af hverju tíu vélum í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Helsinki í loftið á réttum tíma. Í Keflavík fór hlutfallið niður í 44,5% í júní og hæst upp í rúm 70 prósent í ágúst.

Í byrjun þessa árs hafa tafir á millilandaflugi hins vegar verið fátíðar. Seinni hluti marsmánaðar var þar engin undantekning því 94 prósent af vélum Icelandair fóru héðan á réttum tíma og 87 prósent ferða Iceland Express hélt áætlun. Komutímar Icelandair héldu aðeins í um 6 af hverjum 10 tilfellum. Tafirnar voru samt stuttar í mínútum talið.

Líkt og stundvísitölur Túrista hafa sýnt fram á undanfarna mánuði þá heldur Iceland Express langoftast áætlun um þessar mundir. Félagið er enn á beinu brautinni þó áfangastöðum og ferðum hafa fjölgað undir lok mánaðarins. Því eins og sjá má hér að neðan þá héldu tímasetningar á komum og brottförum fyrirtækisins í nærri níu af hverjum tíu tilvikum sl. tvær vikur.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 31. mars (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta mars).

16. – 31. mars. Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 94% (87%) 1 mín (4 mín) 63% (61%) 6 mín (8 mín) 79% (74%) 4 mín (6 mín)
Iceland Express 87% (94%) 4 mín (1 mín) 86% (95%) 3 mín (0 mín) 86% (95%)

3 mín (0,5 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

NÝJAR GREINAR: Á að gefa betlurum?
TENGDAR GREINAR: Óstundvísi algengari hér á landi

Mynd: Túristi