Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Margrét í Kaupmannahöfn

Margrét Jensdóttir, læknir, flutti nýverið frá Kaupmannahöfn til Stokkhólms eftir að hafa búið í danska höfuðstaðnum í sjö ár. Hér eru þeir hlutir sem henni þykir bera hæst á gömlu heimaslóðunum.

„Hverfið mitt, Norðurbrú, hefur upp á ótal margt að bjóða og þarf varla að leita út fyrir það til að stytta sér stundir. Þar eru tvær bestu götur bæjarins Ravnsborggade og Elmegade. Í Ravnsborggade er krökt af antikverslunum sem óhætt er að þræða eingöngu sér til skemmtunar. Þar er hins vegar líka hægt að kaupa ógrynni af glingri og inn á milli finna gersemar. Nokkrum sinnum á ári er haldinn flóamarkaður í götunni þar sem allar verslanir stilla upp básum úti á götu, útigrilli og veitingasölu. Í götunni eru líka nokkur kaffihús og veitingastaðir og má þar helst mæla með Gavlen. Þar er notaleg stemmning og ágætis úrval af samlokum, súpu og salötum.

Elmegade er nauðsynlegt að skoða. Hér eru tískubúðir, fornbókaverslun og antikverslun í bland við kaffihús, vínbari og veitingastaði. Ber hæst að nefna The Laundromat Cafe, originalinn. Þar gengur maður alltaf að góðum kaffibolla vísum.

Hér er líka lítill sushistaður, Selfish, þar sem hægt er að fá dásamlegt sushi og frábæran lax: Bara chirashi. En borðin eru aðeins tvö og svo nokkur sæti við afgreiðsluborðið.

Þótt það sé urmull góðra og huggulegra kaffihúsa í hverfinu hefur vantað aðeins upp á hefðbundna veitingastaði. Það rættist þó heldur betur úr þegar tælenski veitingastaðurinn Kiin Kiin opnaði steinsnar frá Sankt Hans Torv. Sá staður hefur afrekað að verða sér út um Michelin stjörnu og verðlagið er eftir því. Sem betur fer eru sömu eigendur með lítið bistro við hliðina, en að hluta til sama eldhús, þar sem hægt er að fá sér ljúffengan tælenskan mat án þess að fara á hausinn.

Søerne eru hjarta borgarinnar fyrir mér. Tjarnirnar tengja saman flestalla borgarhlutana. Á góðum degi mætti ganga kringum þær allar (tæpir 6,5 km) eða láta sér nægja að ganga kringum eina eða tvær eftir því hvort maður á erindi á Vesterbro, Fredriksberg, Nørrebro eða Østerbro. Hér fara borgarbúar í göngutúr til að viðra börn sín og hunda, út að skokka, eða bara til að setjast niður á bekk með kaffibolla og blað. Það eru víða kaffihús til að hvíla lúin bein á leiðinni.

Assistens kirkjugarðurinn er stærsta græna svæði Nørrebro. Kirkjugarðurinn tengist gullöld Kaupmannahafnar enda flest stórmenni Danmerkur grafin hér, svo sem HC Andersen og Søren Kierkegaard. Samkvæmt almannarómi hvílir Jónas Hallgrímsson þar enn.“

Margrét mun deila innherjaupplýsingum um Stokkhólm með lesendum Túrista þegar hún hefur náð áttum í borginni.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Á heimavelli: Kristín í París
NÝJAR GREINAR: Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

 

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …