Samfélagsmiðlar

Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

Það er hægt að komast til höfuðborgar Króatíu fyrir rúmar fjörtíu þúsund krónur í sumar og ferðalagið til Aþenu þarf ekki að kosta svo mikið. Moskvuflugið er heldur ekki svo dýrt.

Þó úrvalið af beinu flugi héðan í sumar hafi sjaldan eða aldrei verið meira þá er ekki víst að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Verðið á farinu í sumar til S-Evrópu og vestur um haf er líka orðið ansi hátt.

Túristi fór því á stúfana og leitaði eftir ódýrum flugum til evrópskra borga næstu mánuði. Niðurstaðan var sú að næturflug frá Keflavík er góður kostur fyrir þá sem vilja halda lengra út í heim. Til dæmis er hægt að bóka miða á heimasíðu German Wings frá Keflavík til Zagreb fyrir 43.799 krónur og flugið til Moskvu kostar minna en margan grunar.

Verðin eru fundin á heimasíðum flugfélaganna þann 4. maí og miðað er við gengi krónunnar sama dag. Aðeins var leitað eftir ferðum þar sem biðtíminn á milli flugferða var innan við 5 tímar.

Moskva á 61.777 krónur

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings flýgur héðan til Kölnar stuttu eftir miðnætti þrjá daga í viku og því er lent árla dags í þýsku borginni. Þaðan er svo hægt að komast áfram eð German Wings til Moskvu síðar um morguninn og tilbaka nokkrum dögum siðar. Ferðalagið kostar 61.777 kr., dagana 9. til 15. júlí. Það kostar aukalega rúmar 1600 krónur að innrita eina tösku. Sjá nánar á Germanwings.com

Aþena á 65,135 krónur

Árla dags, þann 18. ágúst er flogið til Kaupmannahafnar með Iceland Express. Þaðan er flogið með norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian í átt til Aþenu og lent í ólympíuborginni klukkan níu um kvöld. Frá Grikklandi er lagt í hann þann 25. ágúst um eftirmiðdaginn og lent í Keflavík, eftir stutta viðkomu í Köben, rétt fyrir miðnætti. Verðið er 65,135 kr. Sjá nánar á Icelandexpress.is og Norwegian.com.

Zagreb á 43,799 krónur

Aftur er tekið á loft frá Keflavík rétt eftir miðnætti. Nú er ferðinni heitið til Stuttgart með German Wings. Í hinni gömlu heimaborg Ásgeirs og Eyjólfs er lent um sex leytið og vél með þýska lággjaldafélaingu áleiðis til Zagreb leggur í hann um tíu. Ferðalagið dagana 15. til 21. júní kostar 43,799 kr. að viðbættu töskugjaldi sem er rúmar 1600 kr. aðra leiðina. Sjá nánar á Germanwings.com

Róm á 69.368

Ferðin hefst með næturflugi Icelandair til Kaupmannahafnar rétt eftir miðnætti þann 23. ágúst. Lent á Kastrup um sex leytið og fjórum tímum síðar hefur vél Norwegian sig á loft í átt að Fiumicino flugvelli í Rómarborg. Flogið sömu leið tilbaka og fer vélin frá Ítalíu klukkan 13:40 mánudaginn 27. ágúst og vél Icelandair fer seinnipartinn frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Verð: 69.368. Borga þarf aukalega fyrir innritaðan farangur hjá Norwegian. Sjá nánar á Icelandair.is og Norwegian.com.

Napólí á 75.505 krónur

Vél Airberlin fer frá landinu rúmlega eitt eftir miðnætti þann 20.ágúst. Um morguninn er lent í Berlín og þaðan haldið áfram til Napólí um tíuleytið. Heimferðin er 1. september. Verðið er 75.505 krónur. Sjá nánar á Airberlin.com

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Óskars Axelssonar

Mynd: Sobrecroacia.com

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …