Samfélagsmiðlar

Bandaríkjamenn slaka á eftirliti en Íslendingar ekki

Flugfarþegar sem eru eldri en 75 ára og yngri en 12 ára þurfa ekki að fara úr skóm þegar þeir fara í gegnum vopnaleit á bandarískum flugvöllum. Hér á landi er eitt látið yfir alla ganga.

Á Keflavíkurflugvelli þurfa allir farþegar að fara úr skóm í vopnaleitinni. Þetta eru strangari kröfur en gerðar eru í nágrannalöndunum líkt og Túristi greindi frá sl. haust. Þá kom fram að bandarískar reglur eru ein aðalástæðan fyrir þessari ítarlegu skoðun hér á landi.

Vestanhafs eru öryggisverðir á flugstöðvum hins vegar hættir að krefjast þess að eldra fólk og börn fari úr skóm þegar farið er í gegnum öryggishlið. „Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, TSA, vinnur að bættu öryggi og liður í að ná því markmiði er að hverfa frá þeirri reglu að setja alla farþega undir sama hatt…“, segir í svari Kawika Riley, talskonu TSA við fyrirspurn Túrista. „Með því að straumlínulaga ferlið fyrir þann hóp farþega sem er talinn áhættuminni þá gefst TSA færi á að einbeita sér að hópnum sem meiri hætta gæti stafað af“, segir ennfremur í svari Riley. Hún segir þetta nýja verklag hafa verið prófað á sex bandarískum flugvöllum í ágúst í fyrra og í kjölfarið hafi reglunum verið breytt á landsvísu.

Óbreytt eftirlit í Keflavík

„Við höfum ekki heyrt um slíka framkvæmd á flugverndarskimun í Bandaríkjunum enda er farþegi alltaf skilgreindur sem farþegi burtséð frá aldri og skimun miðast við að hindra að ólögleg efni komist um borð í loftfar farþegum til öryggis. Framkvæmdin gæti jafnvel verið misjöfn eftir flugvöllum og ríkjum í BNA“, segir í svari Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia við fyrirspurn Túrista um hvort reglan hér sé enn að skanna skó allra farþega þó reglunum hafi verið breytt vestanhafs. En það er Isavia, en ekki íslensk flugmálayfirvöld, sem ákveða hvaða reglur gilda á Keflavíkurflugvelli.

„Skór eru skimaðir sérstaklega hjá öllum farþegum til þess að samræma reglur EB og TSA og einnig til þess að flýta framkvæmdinni. Reynslan sýnir að þessi aðferð leiðir til minni tafa fyrir farþega en þegar beita þarf sértækri skimun í hvert sinn sem líkamsskanni nemur málma í skóm auk þess sem reglur kveða á um alltíðar skyndikannanir á skóm“, segir ennfremur í svari Friðþórs.

Þess ber að geta að líkamsskannar eru í öryggishliðum á bandarískum flugvöllum en þeir hafa ekki náð útbreiðslu í Evrópu. Þannig tæki eru ekki notuð hér á landi.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Skoðum skó betur en aðrirKeflavíkurflugvöllur meðal 100 bestu í heimi

Mynd: Icelandair

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …