Samfélagsmiðlar

Bandaríkjamenn slaka á eftirliti en Íslendingar ekki

Flugfarþegar sem eru eldri en 75 ára og yngri en 12 ára þurfa ekki að fara úr skóm þegar þeir fara í gegnum vopnaleit á bandarískum flugvöllum. Hér á landi er eitt látið yfir alla ganga.

Á Keflavíkurflugvelli þurfa allir farþegar að fara úr skóm í vopnaleitinni. Þetta eru strangari kröfur en gerðar eru í nágrannalöndunum líkt og Túristi greindi frá sl. haust. Þá kom fram að bandarískar reglur eru ein aðalástæðan fyrir þessari ítarlegu skoðun hér á landi.

Vestanhafs eru öryggisverðir á flugstöðvum hins vegar hættir að krefjast þess að eldra fólk og börn fari úr skóm þegar farið er í gegnum öryggishlið. „Samgönguöryggisstofnun Bandaríkjanna, TSA, vinnur að bættu öryggi og liður í að ná því markmiði er að hverfa frá þeirri reglu að setja alla farþega undir sama hatt…“, segir í svari Kawika Riley, talskonu TSA við fyrirspurn Túrista. „Með því að straumlínulaga ferlið fyrir þann hóp farþega sem er talinn áhættuminni þá gefst TSA færi á að einbeita sér að hópnum sem meiri hætta gæti stafað af“, segir ennfremur í svari Riley. Hún segir þetta nýja verklag hafa verið prófað á sex bandarískum flugvöllum í ágúst í fyrra og í kjölfarið hafi reglunum verið breytt á landsvísu.

Óbreytt eftirlit í Keflavík

„Við höfum ekki heyrt um slíka framkvæmd á flugverndarskimun í Bandaríkjunum enda er farþegi alltaf skilgreindur sem farþegi burtséð frá aldri og skimun miðast við að hindra að ólögleg efni komist um borð í loftfar farþegum til öryggis. Framkvæmdin gæti jafnvel verið misjöfn eftir flugvöllum og ríkjum í BNA“, segir í svari Friðþórs Eydal, talsmanns Isavia við fyrirspurn Túrista um hvort reglan hér sé enn að skanna skó allra farþega þó reglunum hafi verið breytt vestanhafs. En það er Isavia, en ekki íslensk flugmálayfirvöld, sem ákveða hvaða reglur gilda á Keflavíkurflugvelli.

„Skór eru skimaðir sérstaklega hjá öllum farþegum til þess að samræma reglur EB og TSA og einnig til þess að flýta framkvæmdinni. Reynslan sýnir að þessi aðferð leiðir til minni tafa fyrir farþega en þegar beita þarf sértækri skimun í hvert sinn sem líkamsskanni nemur málma í skóm auk þess sem reglur kveða á um alltíðar skyndikannanir á skóm“, segir ennfremur í svari Friðþórs.

Þess ber að geta að líkamsskannar eru í öryggishliðum á bandarískum flugvöllum en þeir hafa ekki náð útbreiðslu í Evrópu. Þannig tæki eru ekki notuð hér á landi.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Skoðum skó betur en aðrirKeflavíkurflugvöllur meðal 100 bestu í heimi

Mynd: Icelandair

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …