Borgar sig ekki alltaf að bóka með fyrirvara

Ef bókað er í dag far til London með Iceland Express eftir fjórar vikur kostar það minna en ef það hefði verið keypt fyrir fyrir tveimur mánuðum. EasyJet er dýrara en öll íslensku félögin í ágúst.

Það er mögulegt að fá far til London og tilbaka eftir fjórar vikur á 31.400 krónur með Iceland Express. Ef flugið hefði verið bókað 21. mars sl. þá hefði WOW air verið ódýrasti kosturinn og verðið 39.544 krónur. Fargjaldið hefur s.s. lækkað um fimmtung þær átta vikur sem liðnar eru frá verðkönnun Túrista í mars. Farið til London með Icelandair hefur hins vegar tvöfaldast í verði og hjá easyJet nemur hækkunin 17 prósent. WOW air stendur í stað.

Kaupmannahöfn dýrari nú en í mars

Þegar skoðuð er þróun fargjalda til Kaupmannahafnar og tilbaka þá hafa þau hækkað hjá öllum þremur aðilunum sem bjóða upp á ætlunarflug til borgarinnar í sumar. WOW air er hefur hækkað minnst eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Í þessum mánaðarlegu könnunum Túrista eru fundin lægstu fargjöldin, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar og London innan ákveðnar viku hjá hverju félagi fyrir sig. Gert er ráð fyrir að lágmarksdvöl í útlöndum sé tveir sólarhringar.

Fargjöld, báðar leiðir, til Kaupmannahafnar í viku 24 (11.-17.júní) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

KaupmannahöfnBókað í dagBókað 21. marsVerðmunur
Iceland Express39.558 kr.34.558 kr.14%
Icelandair46.950 kr.39.190 kr.20%
WOW air36.740 kr.34.527 kr.6%

Fargjöld, báðar leiðir, til London í viku 24 (11.-17.júní) ef bókað með tólf vikna fyrirvara og fjögurra vikna.

LondonBókað í dagBókað 21. marsVerðmunur
easyJet*46.983 kr.40.175 kr.17%
Iceland Express31.400 kr.40.081 kr.-22%
Icelandair86.400 kr.43.150 kr.100%
WOW air39.019 kr.39.544 kr.-1%

easyJet dýrast í ágúst

Í verðkönnun Túrista sem gerð var í dag á fargjöldum eftir fjórar og tólf vikur til Kaupmannahafnar og London kemur í ljós að easyJet er dýrast í viku 32 (6.-12.ágúst). Þar á bæ eru rukkaðar rúmar 56 þúsund krónur fyrir farið og eina innritaða tösku. Iceland Express er hins vegar um 20 þúsund krónum ódýrara en easyJet ef flogið út til Stansted flugvallar og heim frá Gatwick. Sjá niðurstöður á næstu síðu (smellið hér).

Mynd: Ty Stange – Copenhagen Media Center