Flugfarþegar sækja í frítt net

Sífellt fleiri kaupa sér far með norska lággjaldaflugfélaginu. Farþegarnir borga ekkert fyrir að komast á netið um borð.

Rúmlega 1,3 milljónir ferðamanna flugu með Norwegian í síðasta mánuði. Þetta er aukning um 11 prósent samanborið við apríl í fyrra. Félagið er umsvifamikið í Skandinavíu og mun vafalítið auka hlut sinn í Danmörku á næstu misserum í kjölfar gjaldþrots Cimber-Sterling. En starfssemi þess félags stöðvaðist fyrir helgi.

Norwegian hóf að bjóða frítt internetsamband um borð í vélum sínum á síðasta ári og telur Bjørn Kjos, forstjóri félagsins, að það sé ein af aðal ástæðunum fyrir auknum vinsældum. En líkt og Túristi greindi frá um daginn þá virkar sú þjónusta mjög vel. Það er þó ekki víst að þessi nýjung verði gott í boði í Íslandsflugi Norwegian því Atlantshafið hefur slæm áhrif á netsambandið.

Norwegian mun fljúga þrisvar sinnum í viku milli Oslóar og Keflavíkur í sumar.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Skrifað í skýjunum
NÝJAR GREINAR: Margrét á heimavelli í Kaupmannahöfn
Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugi

Mynd: Norwegian