Herferð gegn handfarangri

Öryggisverðir á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi stoppa alla þá sem ætla með of mikinn handfarangur um borð.

Ein helsta ástæðan fyrir því að flugvélum seinkar er að farþegar eru lengi að koma farangrinum sínum fyrir. Forsvarsmenn Arlanda flugvallar ætla því að einbeita sér að því að fá fólk til að fara eftir reglunum og hætta að laumast með of margar töskur eða of þungar um borð. En i flestum tilvikum leyfa flugfélög farþegum aðeins að taka með sér eina tösku, að hámarki 10 kíló og einn lítinn aukahlut, t.d. tölvu.

Átakið verður i gangi út þennan mánuð og því ættu þeir sem eiga leið til sænska höfuðstaðarins á næstunni að passa upp á að hafa sem minnst með sér um borð á bakaleiðinni.

Það kemur ekki fram í fréttum um málið hvort sænskir flugvallarstarfsmenn eigi líka að banna farþegum að versla mikið í fríhöfninni áður en farið er i flug. En tollfrjálsi varningurinn getur lika vegið heil ósköp.

NÝJAR GREINAR: Stundvísitölur: Aldrei stundvísari

Mynd: geishaboy500/Creative Commons