Samfélagsmiðlar

Lækka verð rétt fyrir vertíð

Iceland Express og WOW air eru í verðstríði. Tilboð fyrirtækjanna hafa ekki í langan tíma verið jafn lág og þau eru í dag. Von er á frekari afsláttum hjá Iceland Express en ólíklega hjá WOW air.

Síðustu tvo mánuði hafa WOW air og Iceland Express keppst um að bjóða tilboð á fargjöldum í sumar. Stundum birtast auglýsingar félaganna sama daginn, verðin eru álíka og áfangastaðirnir oft þeir sömu. Þeir sem hafa bókað þessi tilboð undanfarnar vikur hafa borgað á bilinu tólf til fimmtán þúsund krónur fyrir farið aðra leið. Í dag auglýsa bæði félög farið í sumar til meðal annars Kaupmannahafnar og London á undir tíu þúsund krónur. Sumarið er háannatími í ferðaþjónustunni og því vekur athygli að tilboðsverðin skuli vera svona lág þegar júní er handan við hornið.

Áframhald hjá Iceland Express en ólíklega hjá WOW air

„Við erum með mjög sveigjanlegt verðstýringakerfi og yfirbygging hjá okkur er mjög lítil, þar af leiðandi getum við boðið lægra verð. Við finnum fyrir miklum áhuga erlendis frá á ferðum til Íslands. Hin hefðbundnu sumarfrí erlendis byrja hins vegar ekki fyrr en um miðjan júní og þess nýtur hinn íslenski neytandi í lækkandi verðum þann mánuðinn“, segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, aðspurð um hvernig félagið geti lækkað verð svona stuttu fyrir sumarið. Hún segir þó frekar ólíklegt að tilboðin verði fleiri í sumar eins og staðan er núna.

„Við höfum verið og ætlum okkur að vera leiðandi í samkeppninni í flugi til og frá Íslandi“, segir Heimir Már Pétursson hjá Iceland Express. „Við erum alltaf með tilboð og munum halda því áfram í sumar. Þetta eru ekki mörg sæti í hverji vél en við viljum leyfa almenningi að njóta þess að við getum boðið svona gott verð“, bætir Heimir við. Hann segist ekki telja að offramboð sé á flugsætum til Kaupmannahafnar og London. „Eftir því sem framboðið eykst, þá fjölgar farþegunum. Við höfum bókað fleiri farþega á þessum flugleiðum í ár en í fyrra“, segir Heimir.

Verðkannanir Túrista hafa sýnt að verðskrár Icelandair og easyJet eru ekki eins lágar og hjá hinum félögunum í sumar. Ódýrasta farið með easyJet til London í júní kostar til að mynda nærri tvöfalt meira en tilboðsverðið hjá WOW air og Iceland Express er í dag.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Borgar sig ekki alltaf að bóka með fyrirvara
NÝJAR GREINAR: Netsamband í fyrsta skipti í Íslandsflugi

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …