Ferðamenn geta fetað í fótspor vaðfugla í stærsta þjóðgarði Danmerkur.
Tvisvar sinnum á sólarhring flæðir nýtt vatn inn í Vadehavet við vesturströnd Jótlands. Það sem fyrir var hverfur á braut. Við þessar aðstæður þrífast fuglar vel og er talið að tíu til tólf milljónir þeirra komi við í þessu votlendi á hverju ári. Mannfólkið verður því að ganga varlega um þegar ungar skríða úr eggjum.
Líf neðansjávar
Vadehavet nær frá Esbjerg í norðri og suður að þýsku landamærunum. Þetta er því stórt og fjölbreytt svæði og þar er víða boðið upp á skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn sem eru áhugasamir um þetta nátturufyrirbrigði og allt dýralífið sem blómstrar þar í kring. Til dæmis er boðið upp á selaskoðunarferðir frá Esbjerg en selir hafa nóg að bíta og brenna á þessum slóðum. Þar er víða aðgrunnt og hitastig sjávar hátt sem gerir það að mikilvægu uppvaxtarsvæði fyrir fjölda fisktegunda. Fuglaáhugafólk finnur líka eitthvað fyrir sig (sjá nánar hér).
Eyjan Fanø telst til þjóðgjarðsins og þar geta áhugasamir um sjóböð og falleg sjávarpláss fengið nóg fyrir sinn snúð. Bærinn Sønderho á Fanø var nefnilega valinn fallegasti bær Danmerkur af Dönum sjálfum síðastliðið sumar. Það er því ýmislegt sem ferðamenn geta tekið sér fyrir endur í nágrenni við Esbjerg en þaðan siglir ferja út í eyju.
Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:
TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku
Myndir: Danmark Media Center