Samfélagsmiðlar

Sjóganga í Danmörku

Ferðamenn geta fetað í fótspor vaðfugla í stærsta þjóðgarði Danmerkur.

Tvisvar sinnum á sólarhring flæðir nýtt vatn inn í Vadehavet við vesturströnd Jótlands. Það sem fyrir var hverfur á braut. Við þessar aðstæður þrífast fuglar vel og er talið að tíu til tólf milljónir þeirra komi við í þessu votlendi á hverju ári. Mannfólkið verður því að ganga varlega um þegar ungar skríða úr eggjum.

Líf neðansjávar

Vadehavet nær frá Esbjerg í norðri og suður að þýsku landamærunum. Þetta er því stórt og fjölbreytt svæði og þar er víða boðið upp á skipulagðar ferðir fyrir ferðamenn sem eru áhugasamir um þetta nátturufyrirbrigði og allt dýralífið sem blómstrar þar í kring. Til dæmis er boðið upp á selaskoðunarferðir frá Esbjerg en selir hafa nóg að bíta og brenna á þessum slóðum. Þar er víða aðgrunnt og hitastig sjávar hátt sem gerir það að mikilvægu uppvaxtarsvæði fyrir fjölda fisktegunda. Fuglaáhugafólk finnur líka eitthvað fyrir sig (sjá nánar hér).

Eyjan Fanø telst til þjóðgjarðsins og þar geta áhugasamir um sjóböð og falleg sjávarpláss fengið nóg fyrir sinn snúð. Bærinn Sønderho á Fanø var nefnilega valinn fallegasti bær Danmerkur af Dönum sjálfum síðastliðið sumar. Það er því ýmislegt sem ferðamenn geta tekið sér fyrir endur í nágrenni við Esbjerg en þaðan siglir ferja út í eyju.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

TENGDAR GREINAR: Fallegasta þorpið í Danmörku

Myndir: Danmark Media Center

Nýtt efni

Langvarandi deilur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair við ítölsk yfirvöld halda áfram. Nú hafa samkeppnisyfirvöld á Ítalíu (AGCM) fyrirskipað Ryanair að aflétta hindrunum á því að ferðaskrifstofur selji flugmiða í ferðir félagsins. AGCM hóf í september síðastliðinn rannsókn á meintri misnotkun félagsins á markaðsráðandi stöðu. Ryanair er umsvifamesta flugfélagið á ítalska ferðamarkaðnum, með um 34 prósenta hlutdeild, …

Play gaf það út í síðasta mánuði að ónefndur hópur meðal stærstu hluthafa flugfélagsins auk annarra fjárfesta hefði skuldbundið sig til að leggja félaginu til 4,5 milljarða króna. Tveir af þeim fjórum lífeyrissjóðum sem eru á lista yfir stærstu hluthafanna sögðust ætla að taka þátt. Rökin fyrir forstjóraskiptunum um síðustu mánaðamót svo þau að Einar …

Lofthelgin yfir Ísrael, Líbanon, Jórdaníu og Írak var lokað á laugardagskvöld eða flug þar um háð miklum takmörkunum. Þetta hafði auðvitað mest áhrif á flug innan svæðisins en líka á yfirflug véla á milli heimsálfa. Í gær var tímabundnum takmörkunum aflétt þegar árásum Írana á skotmörk í Ísrael linnti.  Flugöryggisstofnun Evrópu (The European Union Aviation …

Stjórnendur flugfélagsins Westjet sóttu um lendingartíma á Keflavíkurflugvelli fyrir sumarvertíðina 2020 og þá var ætlunin að fljúga hingað fjórum sinnum í viku frá Toronto, fjölmennustu borg Kanada. Sala á flugmiðum fór þó aldrei í loftið og áður Covid-faraldurinn hófst í ársbyrjun 2020 hafði Westjet gefið út að ekkert yrði að Íslandsfluginu. Stuttu síðar lokuðust landamæri …

Umhverfisstofnun er farin að fikra sig áfram með álagsstýringu á ferðamannastöðum. „Við erum að setja af stað pöntunarkerfi í Landmannalaugum i sumar,“ sagði Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun, á ársfundi náttúruverndarnefnda nýverið. „Þetta er mjög einföld aðferð,“ sagði Inga Dóra: Ef þú kemur akandi þarftu að bóka stæði og borga fyrir það. …

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …