Stundvísitölur: Aldrei stundvísari

Tímasetningar í millilandaflugi hafa ekki áður haldist jafn vel eins og þær gerðu á seinni hluta aprílmánaðar

Meira en níu af hverjum tíu flugum, til og frá landinu, stóðust áætlun á seinni hluta aprílmánaðar. Stundvísin hefur ekki jafn góð síðan Túristi hóf að reikna út stundvísitölur sínar fyrri nærri ári síðan.

Brottfarir Iceland Express og Icelandair frá Keflavík fóru í loftið á réttum tíma í 97 prósent tilvika á tímabilinu og komur til landsins voru líka nær alltaf á áætlun. Tafir í mínútum talið voru því sárafáar eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.

Þess ber að geta að flug Iceland Express frá London þann 16. apríl seinkaði vegna tímabundinnar lokunnar á Gatwick flugvelli. Komur til Keflavíkur 19. apríl eru ekki með í útreikningunum vegna tæknilegra mistaka.

Stundvísitölur Túrista, 16. til 30. apríl (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta apríl).

16. – 30. apríl.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 97% (95%) 1 mín (2 mín) 89% (81%) 2 mín (4 mín) 93% (88%) 1 mín (3 mín)
Iceland Express 97% (95%) 0 mín (2 mín) 91% (87%) 7 mín (8 mín) 94% (91%)

4 mín (5 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Óskar Axelssonar –  Yfirvigt álíka dýr og fargjaldið
KÍKTU Í FRÍVERSLUN TÚRISTA

Mynd: Túristi