Stundvísitölur: Iceland Express alltaf á réttum tíma

klukka

Á fyrri hluta þessa mánaðar voru allar ferðir Iceland Express réttum tíma. Stundvísi Icelandair var einnig til fyrirmyndar.

Ferðum Iceland Express til og frá Keflavíkurflugvelli seinkaði aldrei á fyrri hluta þessa mánaðar. Stundvísi fyrirtækisins hefur verið góð allar götur síðan að tékkneskt flugfélag hóf að fljúga fyrir það í nóvember. Nærri níu af hverjum tíu ferðum Icelandair voru á réttum tíma á tímabilinu eins og sést á töflunni hér fyrir neðan.

Icelandair mun umsvifameira

Icelandair flaug rúmlega fimm hundruð sinnum til og frá landinu síðustu tvær vikur. Ferðir Iceland Express voru rúmlega sjötíu sem er minna en lagt var upp með þegar flugáætlun vorsins var kynnt. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir daglegu flugi Iceland Express til Kaupmannahafnar og London en úr því varð ekki.

Stundvísitölur Túrista, 1. til 15. maí (í sviga eru niðurstöður seinni hluta apríl).

1. – 15. maí.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 90% (97%) 3 mín (1 mín) 88% (89%) 2 mín (2 mín) 88% (93%) 2 mín (1 mín)
Iceland Express 100% (97%) 0 mín (0 mín) 100% (91%) 0 mín (7 mín) 100% (94%)

0 mín (4 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Denver opnar dyr fyrir skíðafólk –  Yfirvigt álíka dýr og fargjaldið
TENGDAR GREINAR: Aldrei stundvísari

Mynd: Gilderic/Creative Commons