Samfélagsmiðlar

Svona pirra ferðamenn Lundúnabúa

Aðkomufólk sem kann ekki að standa í biðröð og er sífellt að taka myndir reynir á þolinmæði borgarbúa í London.

Blaðamenn breska blaðsins Telegraph láta túrista stundum fara í taugarnar á sér. En taka rendar fram að þeim þyki vænt um að fólk heimsæki borgina.

Þetta eru þau atriði sem pirra íbúa bresku höfuðborgarinnar mest í fari ferðamanna samkvæmt Telegraph:

Stórir bakpokar á troðfullum lestarstöðvum
Sá sem ber tuttugu kílóa bakpoka á öxlunum áttar sig sjaldnast á að hann tekur meira pláss en venjulega. Saklausir borgarar fá hitabrúsa í andlitið og tjalddýnu í hnakkann í hvert skipti sem bakpokafólkið snýr sér við á lestarstöðvunum.

Standa kyrr í rúllustiga
Vinstri hluti stigans er bara fyrir þá sem vilja labba. Hinir standa hægra megin. Einfalt, en samt klikka svo margir ferðamenn á þessu.

Ferðatöskur með hjólum í mannfjölda

Líkt og bakpokaferðalangarnir þá fattar fólkið með hjólatöskurnar ekki að það er þrisvar sinnum breiðara með tösku en án hennar. Það er því ekki óalgent að fólk stoppi alla gangandi umferð á stóru svæði í kringum sig þegar það dregur farangurinn á eftir sér.

Reyna að skanna pappírsmiða

Þeir sem nota almenningssamgöngur í London dagsdaglega nota svokölluð Oysters kort sem þeir skanna til að komst í gegnum hliðin á lestarstöðvunum. Því miður þá reyna alltof margir ferðamenn, árangurslaust, að skanna pappírsmiðana sína og gefast ekki upp fyrr en eftir nokkrar tilraunir, Á meðan myndast biðröð við hliðin.

Láta mynda síg á Abbey Road gangbrautinni
Blaðamenn Telegraph skilja ekki hvernig bílstjórar í nágrenni við Bítlastúdíóið halda sönsum með alla þessa ferðamenn í stellingum á miðri götunni.

Snarstoppa í fólksmergð
Í verslunarmiðstöðvum og lestarstöðvum lendir fólk í árekstri þegar ferðamaður stoppar skyndilega.

Rölta um og virða borgina fyrir sér
Eina ástæðan fyrir því að þetta fer í taugarnar á íbúunum er að þeir hafa ekki tíma til þess.

Biðja vegfarendur að taka myndir af sér
Heimamenn eru venjulega allir á hraðferð og hafa ekki tíma en verða engu að síður við beiðninni.

Fara á Portobello markaðinn þegar hann er lokaður
Lundúnabúar hafa komist yfir vonbrigðin með opnunartíma markaðarins en ferðamenn eru hissa á að básarnir eru lokaðir klukkan átta á mánudagsmorgnum.

Taka myndir af öllu rauðu símaklefunum

Íbúarnir sjá ekki sjarmann í þessum illa lyktandi klefum með öllu klúrnu auglýsingunum.

Reyna að trufla lífverði drottningarinnar
Leyfið aumingjans mönnunum bara að vinna vinnuna sína í friði eru skilaboð heimamanna til túrista.

Stíga um borð í lest áður en allir eru farnir út

Þeir sem ætla inn eiga að standa í biðröð þangað til að allir eru komnir út úr lestinni.

Hópar af skólahópum sem taka alla gangstéttina

Krakkarnir víkja of seint fyrir öðrum vegfarendum.

Endalausar myndatökur við þekktustu ferðamannastaðina
Heimamenn komast ekki leiðar sinnar vegna ljósmyndadellunnar.

NÝJAR GREINAR: Hvar þykir heimamönnum brönsinn bestur?

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Frakkar fjölmenna til Íslands allt árið um kring og í fyrra flugu frá Keflavíkurflugvelli 99 þúsund farþegar með franskt vegabréf. Það jafngildir því að fimm af hverjum 100 ferðamönnum hér á landi séu franskir enda eru flugsamgöngur milli Íslands og Parísar tíðar og stefnir í að þeir verði óvenju miklar næsta vetur. Það eru því …

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …