Samfélagsmiðlar

Svona pirra ferðamenn Lundúnabúa

Aðkomufólk sem kann ekki að standa í biðröð og er sífellt að taka myndir reynir á þolinmæði borgarbúa í London.

Blaðamenn breska blaðsins Telegraph láta túrista stundum fara í taugarnar á sér. En taka rendar fram að þeim þyki vænt um að fólk heimsæki borgina.

Þetta eru þau atriði sem pirra íbúa bresku höfuðborgarinnar mest í fari ferðamanna samkvæmt Telegraph:

Stórir bakpokar á troðfullum lestarstöðvum
Sá sem ber tuttugu kílóa bakpoka á öxlunum áttar sig sjaldnast á að hann tekur meira pláss en venjulega. Saklausir borgarar fá hitabrúsa í andlitið og tjalddýnu í hnakkann í hvert skipti sem bakpokafólkið snýr sér við á lestarstöðvunum.

Standa kyrr í rúllustiga
Vinstri hluti stigans er bara fyrir þá sem vilja labba. Hinir standa hægra megin. Einfalt, en samt klikka svo margir ferðamenn á þessu.

Ferðatöskur með hjólum í mannfjölda

Líkt og bakpokaferðalangarnir þá fattar fólkið með hjólatöskurnar ekki að það er þrisvar sinnum breiðara með tösku en án hennar. Það er því ekki óalgent að fólk stoppi alla gangandi umferð á stóru svæði í kringum sig þegar það dregur farangurinn á eftir sér.

Reyna að skanna pappírsmiða

Þeir sem nota almenningssamgöngur í London dagsdaglega nota svokölluð Oysters kort sem þeir skanna til að komst í gegnum hliðin á lestarstöðvunum. Því miður þá reyna alltof margir ferðamenn, árangurslaust, að skanna pappírsmiðana sína og gefast ekki upp fyrr en eftir nokkrar tilraunir, Á meðan myndast biðröð við hliðin.

Láta mynda síg á Abbey Road gangbrautinni
Blaðamenn Telegraph skilja ekki hvernig bílstjórar í nágrenni við Bítlastúdíóið halda sönsum með alla þessa ferðamenn í stellingum á miðri götunni.

Snarstoppa í fólksmergð
Í verslunarmiðstöðvum og lestarstöðvum lendir fólk í árekstri þegar ferðamaður stoppar skyndilega.

Rölta um og virða borgina fyrir sér
Eina ástæðan fyrir því að þetta fer í taugarnar á íbúunum er að þeir hafa ekki tíma til þess.

Biðja vegfarendur að taka myndir af sér
Heimamenn eru venjulega allir á hraðferð og hafa ekki tíma en verða engu að síður við beiðninni.

Fara á Portobello markaðinn þegar hann er lokaður
Lundúnabúar hafa komist yfir vonbrigðin með opnunartíma markaðarins en ferðamenn eru hissa á að básarnir eru lokaðir klukkan átta á mánudagsmorgnum.

Taka myndir af öllu rauðu símaklefunum

Íbúarnir sjá ekki sjarmann í þessum illa lyktandi klefum með öllu klúrnu auglýsingunum.

Reyna að trufla lífverði drottningarinnar
Leyfið aumingjans mönnunum bara að vinna vinnuna sína í friði eru skilaboð heimamanna til túrista.

Stíga um borð í lest áður en allir eru farnir út

Þeir sem ætla inn eiga að standa í biðröð þangað til að allir eru komnir út úr lestinni.

Hópar af skólahópum sem taka alla gangstéttina

Krakkarnir víkja of seint fyrir öðrum vegfarendum.

Endalausar myndatökur við þekktustu ferðamannastaðina
Heimamenn komast ekki leiðar sinnar vegna ljósmyndadellunnar.

NÝJAR GREINAR: Hvar þykir heimamönnum brönsinn bestur?

Mynd: Visit London

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …