Tær sjór í sumar

Snyrtipinnar ættu ekki að hika við að stinga sér til sunds við evrópskar baðstrendur í sumar.

Hann er hreinn sjórinn við langflestar baðstrendur í Evrópu í ár samkvæmt nýjustu mælingum. Strandgestir geta því óhikað kælt sig í sjónum og leyft börnunum að busla í flæðarmálinu. Ástandið er sérstaklega gott við strendur Kýpur, Króatíu, Grikklands og Möltu. Nærri fjórar af hverjum fimm baðströndum á Spáni, Ítalíu og Portúgal fá toppeinkunn og staðan við sjávarsíðuna í Danmörku og Bretlandi er sömuleiðis góð.

Þau lönd sem komu verst út úr mælingum Evrópsku umhverfisstofnunarinnar voru Benelux-löndin, Lettland og Búlgaría. Var það hreinleiki fljótanna sem dróg sum lönd niður samkvæmt frétt Politiken.

NÝJAR GREINAR: Þýskir túristar kvarta undan GrikkjumNetsamband í flugi til og frá Íslandi

Mynd: Danmark Media Center