Þriðjungur fer ekki út fyrir hótelsvæðið

Þörfin fyrir að kynnast landi og þjóð er ekki sterk hjá stórum hluta breskra ferðamanna.

Fimmti hver Breti snýr skömmustulegur til baka úr utanlandsferðinni. Ástæðan er hversu lítið, eða ekkert, þeir þekkja til svæðisins sem dvalið var á. Þetta kemur fram í könnun sem ferðabókunarsíðan Expedia framkvæmdi. Þar kemur líka fram að þriðji hver Breti fer sjaldan eða aldrei út fyrir hótelið og sundlaugargarðinn þegar þeir eru í fríi í útlöndum. Er þá væntanlega aðeins átt við þá sem fara í sólarlandaferðir því fjórðungur þátttakanda í könnuninni segist nýta hvern dag ferðalagsins til sólbaða við sundlaugarbakkann.

Þjóðverjar líklegastir til að vera allsberir

Þar sem breskir ferðamenn hanga alla jafna við sundlaugar þá hafa fæstir þeirra kynnst nektarströndum eða aðeins tvö prósent. Þetta er lægsta hlutfallið sem mældist en könnun Expedia náði til tuttugu Evrópulanda. Fimmtán prósent Þjóðverja hefur hins vegar legið allsber í sólbaði á erlendri grundu.

NÝJAR GREINAR: Það borgar sig ekki alltaf að bóka með fyrirvara

Mynd: Ric e Etta/Creative Commons