Þýskir túristar kvarta undan Grikkjum

Frammistaða Angelu Merkel, kanslara Þýsklands, við úrlausn efnahagsvanda Grikklands skapaði henni ekki miklar vinsældir meðal Grikkja. Þeir eru nú sakaðir um að sýna þýskum ferðamönnum fjandskap.

Eftirspurn eftir flugsætum frá Þýskalandi til Grikklands hefur minnkað um þriðjung frá því í fyrra. Það er ekki bara óvissan um fjármál Grikkja sem veldur samdrættinum. Fréttir af þýskum ferðamönnum í Grikklandi sem segja heimamenn koma illa fram við sig og jafnvel hóta ofbeldi hafa líka dregið úr áhuga á sólarlandaferðum til Eyjahafsins. Ástæðan fyrir þessari slæmu hegðun Grikkja mun vera óvinsældir þýska kanslarans í landinu samkvæmt frétt Daily Mail.

Hver staða íslenskra túrista í Grikklandi væri ef Steingrímur J. Sigfússon hefði gerst fjármálastjóri landsins er ómögulegt að spá fyrir um.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Bandaríkjamenn slaka á eftirliti en Íslendingar ekki

Mynd: Flickr.com / keithusc