Samfélagsmiðlar

Vanmetnustu borgirnar

Glasgow og Bergen eru meðal borga sem ferðamenn ættu að veita meiri athygli samkvæmt úttekt CNN.

Höfuðborgir hafa alla jafna upp á meira að bjóða en þær minni og þangað halda því flestir túristar. Menningin og mannlífið blómstrar þó víðar og ferðaskríbentar CNN hafa tekið saman lista yfir þær borgir sem þeir telja að of fáir ferðamenn heimsæki.

Á honum er meðal annars að finna staði sem flogið er beint til héðan.

Listi CNN yfr vanmetnustu ferðamannaborgirnar:

Bergen í Noregi

Rigning er eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar minnst er á þessa vinalegu borg við vesturströndina. Miðbærinn er frekar lítill en þar er þó gott úrval af kaffihúsum og veitingastöðum. Matarmarkaðurinn við höfnina er líka eitthvað sem borgaryfirvöld í Reykjavík ættu að reyna að herma eftir. Borgin er umkringd fjöllum sem henta vel til útivistar en einnig er hægt að komast á toppinn með lyftum og njóta útsýnisins.

Bergen er mikil tónlistarborg enda fæðingarstaður tónskáldsins Edvard Grieg og í seinni tíð hafa margir af þekktustu poppurum Norðmanna komið frá bænum þar úrkoma mælist 242 daga á ári.

Glasgow í Skotlandi

Þeir eru ófáir hér á landi sem hafa farið í verslunarleiðangur til þessarar skosku borgar. Það eru þó ekki bara búðirnar sem standa fyrir sínu því þar er auðvelt að gera sér glaðan dag enda gott úrval af klassískum knæpum og góðum tónleikastöðum. Og svo eru íbúarnir mjög vinalegir.

Queens í Bandaríkjunum

Það ríkir sérstaklega mikil fjölmenning í þessum hluta New York borgar. Þar búa rúmlega tvær milljónir manna sem eiga ættir að rekja til allra heimsins horna. Í Jackson Heights ríkir Bollywood stemming, í Flushing er næststærsti Kínamarkaðurinn og í Jamaica er það jazzinn sem dunar.

Hoi An í Víetnam

Í miðborg Hoi An eru saumastofur á jarðhæðum flestra húsa. Þar sitja klæðskerar og hamast við að sníða föt sem líkjast þeim sem kúnnarnir hafa beint á í Vogue og GQ. Ferðamenn geta notið þess að skoða þessa fallegu litlu borg á milli þess sem af þeim eru tekin mál og lokahönd er lögð á saumaskapinn.

Lissabon í Portúgal

Stærstu borgir Spánar njóta sennilega flestar, ef ekki allar, meiri vinsælda meðal ferðamanna en höfuðborg Portúgals gerir. Það er synd og skömm því enginn verður svikinn af heimsókn til bröttu borgarinnar. Fallegar byggingar raða sér þétt við stór torg, þröngar hliðargötur og upp eftir bröttum brekkum. Maturinn stendur líka örggulega undir væntingum sælkera.

Aðrar borgir á lista CNN eru Darwin í Ástralíu, San Juan í Púertó Ríkó, Isfahan í Íran, Calgary í Kanda og Durban í S-Afríku.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Á nýjar slóðir með ódýru tengiflugiÁ heimavelli: Margrét í Kaupmannahöfn

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …