Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Arnars Eggerts Thoroddsen

M&M kúlur, Mallorca og pínulítill bíll er á meðal þess sem kemur fram í ferðaminningum Arnars Eggerts Thoroddsen, tónlistarspekúlants. Hann opnaði nýverið sína eigin heimasíðu, arnareggert.is, þar sem hann veltir fyrir sér eðli og eigindum dægurtónlistarinnar frá hinum ýmsu hliðum.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Mér skilst að ég hafi farið kornungur til Svíþjóðar. Það ungur að ég á ekki möguleika á því að muna eftir því. Og enn á ég eftir að fara þangað, kominn til sæmilegs vits og ára! En ef við höldum okkur við eitthvað sem ég man þá mun það hafa verið ein af fjölmörgum ferðum fjölskyldunnar til Mallorca.  Mamma vann á ferðaskrifstofunni Úrval og fékk góð tilboð þangað. Við fórum á hverju einasta sumri fram að því að ég varð tólf ára, það minnir mig a.m.k. Þarf eiginlega að fara að bregða mér þangað á nýjan leik og athuga hvort ég man ekki eftir lykt, stemningu og öðru slíku.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Ég og konan mín fórum í marsmánuði 2006 í tveggja vikna ferðalag um Írland ásamt ungri dóttur okkur, sem var þá rétt rúmlega eins árs. Leigðum eins lítinn bíl og hægt var að komast upp með og keyrðum hringinn í kringum eyjuna fögru. Þetta ferðalag er fullkomið í minningunni og það er gjarnan rifjað upp. Það er beinlínis hægt að orna sér við það.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Vitiði, án þess að ætla að hljóma eins og einhver skælbrosandi, næfur hippi, þá get ég ekki kallað fram svona minningar. Og ekki að ég sé í
einhverri afneitun. Þetta er líkt og Paul McCartney sagði einhverju sinni, þegar maður rifjar upp ferðalag frá gömlum tíma á maður það til að muna bara eftir því jákvæða. Og svo ég reyni nú á mig, þá hef ég ekki átt neitt ferðalag sem var eitthvað stórslys. En það hjálpar líka að ég elska að fara til annarra landa og að ferðast með flugvél er það skemmtilegasta sem ég veit. Ég er ALLTAF jafn spenntur þegar flugvélin tekur á loft, verð eins og fimm ára gamall krakki.

Vandræðalegasta uppákoman:
Hmmm….ég hef tvisvar sinnum lent í því að missa næstum því af flugi og það er vel vandræðalegt. Í eitt skipti kom maður löðursveittur inni í vél, alveg eins og jólasveinn. Og enginn klappaði…

Tek alltaf með í fríið:
Uncut og Mojoblöð sem ég kaupi í Fríhöfninni. Og M&M kúlur sem ég ætla að „geyma“. Þær klárast hins vegar alltaf í flugvélinni yfir lestri á nýjustu greininni um snilligáfu Bob Dylan.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Ég dvaldi einu sinni í suður Frakklandi ásamt eiginkonu minni og innblæstri, tengdamóður og tveimur börnum. Mágur minn kær var þarna einnig. Það var dásamlegt. Við vorum rétt hjá Aix-en-Provence, háskólabæ og gistum í húsi sem Íslendingar hafa mikið gist í. Þar rétt hjá var lítill sveitaveitingastaður sem var prýddur nokkrum Michelin-stjörnum. Ferðin á hann var ekkert minna en ótrúleg, maður skilur vart að hægt sé að framreiða jafn góðan mat og við smökkuðum þar. Maginn þakkaði fyrir sig með sællegri vítamínsprautu í hausinn, dópamínið losnaði úr læðingi sem aldrei fyrr í kjölfarið. Þess fyrir
utan var maturinn almennt mjög góður á þessu svæði; ferskur, nærandi og bragðmikill. Að koma aftur til Íslands var eins og að koma til Svalbarða í samanburðinum (sem er samt enginn samanburður þar sem að ég hef aldrei komið til Svalbarða!).

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
Fáránlegt að segja þetta, þar sem ég er hættur að drekka, en Hviids Vinstue í Kaupmannahöfn er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Það er ákveðin helgiathöfn sem ég framkvæmi þegar ég kem til þeirrar borgar, að fara á þá vínstofu og setjast á borð þar sem mynd af Jónasi Hallgrímssyni og fleirum hangir uppi. Svo skála ég við Jónas. Ég ætla að fara þangað aftur – en skála í vatni í staðinn.

Draumafríið:
Hmm….Nýja Sjáland er efst á óskalistanum. Hef mikla löngun í garð þess … veit ekki af hverju. Á sínum tíma var það Pólland og það var afgreitt 1998 … með alveg hreint ævintýralegu ferðalagi. En mér sýnist tími minn vera búinn :o)

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …