Samfélagsmiðlar

Grikkland að hætti Egils

Áhugi fjölmiðlamannsins Egils Helgasonar á Grikklandi er flestum kunnur. Hann deilir hér með lesendum uppáhaldsstöðunum sínum og gefur þeim sem vilja kynnast landinu að eigin raun góð ráð.

„Ég hef aðallega haldið mig á Krít og eyjunum sem nefnast Kyklades. Krít er paradís, ekki bara vegna veðursældar og náttúrufars, heldur eru Krítverjar sérlega skemmtilegt og glettið fólk. Það er gott fyrir þá sem eru að byrja að kynnast Grikklandi að fara til Krítar. Þá mæli ég með borginni Hania sem er vestast á eyjunni, það er gamall, notalegur og sérlega fallegur bær. Frá Hania er auðvelt að komast á góðar strendur, upp í fjöll og út í náttúruna. Krítverjar eru mjög tengdir landi sínu og margir íbúar Hania eiga ólífutré eða aldingarða úti í sveit – oft í þorpunum þaðan sem þeir eru upprunnir.“

Skyldustopp á Santorini

„Kyklades eða Hringeyjarnar eru margar og fjölbreyttar. Þær eru fremur gróðursnauðar og vindafar tryggir að þær eru heldur svalar á sumrin. Bæir eru fullir af hvítkölkuðum húsum í gömlum stíl, hvítir og bláir litir eru allsráðandi. Mykonos er staður sem er fullur af fjöri, verslunum og næturlífi, en á Santorini standa bæirnir efst uppi á klettabrún og horfa yfir á stóran eldgíg. Santorini er eitt helsta náttúruundur í heimi og laðar til sín milljónir ferðamanna á ári. Þetta eru staðir sem maður verður að sjá, en ég ráðlegg engum að dvelja lengi á Santorini eða Mykonos, erillinn er of mikill og verðlagið of hátt.“

Góður matur og stórar baðstrendur

Uppáhaldseyjar Egils eru ólíkar Santorini og Mykonos. „Naxos er stór eyja, á henni er ágætur vatnsbúskapur og hún er því grónari en margar eyjarnar í kring – minnir nokkuð á Krít. Á eyjunni er mikill landbúnaður og fiskveiðar, þannig að ferðamennskan verður ekki yfirþyrmandi. Þarna er að finna stórar sandstrendur sem eru einhverjar þær bestu í Grikklandi, og aðalbærinn á eyjunni, sem er á stærð við Akureyri, er fullur af góðum veitingastöðum. Óvíða í Grikklandi borðar maður betur en á Naxos.“

„Amorgos er afskekkt eyja og hrjóstrug. Á henni er einstakt, nánast dulúðugt, andrúmsloft. Aðalbærinn á eyjunni er lengst innanlands, uppi á fjalli, og er oft sveipaður þoku, jafnvel á sumrin. Þarna er einstaklega fallegt klaustur sem er byggt utan í klettavegg og hefur verið í næstum þúsund ár. Folegandros er lítil eyja og ekki sérlega fjölsótt. Bærinn þar er einn sá fallegasti á Hringeyjunum, húsin eru hvítkölkuð og einstaklega vel varðveitt. Engir bílar geta ekið inn í bæinn – sem er mikill kostur. Þetta er frábær staður til að vera í næði – í burtu frá ys og þys veraldarinnar. Það er eins og tíminn líði öðruvísi á svona stað – þarna er enn að finna bændur sem nota asna við störf sín.“

Höfuðborgin vex í áliti

„Til Aþenu hef ég komið mörgum sinnum og smátt og smátt hef ég farið að kunna vel við mig þar. Þótt hún standi á gömlum merg er Aþena að miklu leyti nokkuð ung borg. Samgöngur í henni bötnuðu mikið eftir Ólympíuleikana 2004. Fyrir utan Akropolis, hið glæsilega nýja Akropolis-safn og aðrar fornminjar eru býsna skemmtileg hverfi í borginni – Plaka og Monastiraki sem eru næst Akropolis, Kolonaki sem er mikið verslunar og kaffihúsahverfi og Psirri sem er hverfi þar sem ungt fólk heldur mikið til – það er eins og að koma í fuglabjarg að fara þangað á kvöldin.“

Ekki nauðsynlegt að bóka gistingu fyrirfram

„Það er auðvelt að finna flug til Krítar frá Norðurlöndunum, Bretlandi eða Þýskalandi. Til eyjanna er auðveldast að komast með því að fljúga annað hvort til Aþenu og taka flug eða ferju þaðan, en einnig er hægt að finna flug frá sumum evrópskum borgum, til dæmis Berlín, beint til Santorini eða Mykonos. Það er tilvalið að skoða eins og þrjár eyjur í einni ferð – maður þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að bóka hótel eða herbergi.“

 

HÓTEL: Gerðu verðsamanburð á gistingu í Aþenu, Santorini, Krít og Mykonos
TENGDAR GREINAR: Grikkir reyna íslensku aðferðina

 

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …