Samfélagsmiðlar

Íslensku félögin bíða lægri hlut

Bæði WOW air og Iceland Express hafa þurft að sameina ferðir sínar til Kölnar með flugi til annarra staða vegna dræmrar sölu. Engar breytingar hafa orðið á áætlun German Wings til Kölnar og segir talsmaður félagsins að samkeppni íslensku fyrirtækjanna breyti engu.

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings hefur setið eitt að flugleiðinni Keflavík-Köln síðustu ár. Þegar sumaráætlun WOW air var kynnt í nóvember var Köln einn af áfangastöðunum og í mars gaf Iceland Express það út að þýska borgin yrði líka hluti að leiðarkerfi sínu. Að því tilefni sagði Andreas Engel, talsmaður German Wings í samtali við Túrista, að félagið væri vant samkeppni og verð félagsins myndu ekki breytast. En WOW air hafði þá lækkað fargjöld sín til Kölnar um fjörtíu prósent samkvæmt verðkönnunum Túrista 12. febrúar og 20. mars. Verðlækkunin virðist ekki hafa borið árangur því í byrjun þessa mánaðar ákvað fyrirtækið að sameina ferðir sinar til Kölnar og Stuttgart í allt sumar samkvæmt frétt Fréttatímans.

Bjóða nýtt flug án viðbótar kostnaðar

Iceland Express hefur einnig sameinað ferðir sínar til þýsku borgarinnar þar sem af er sumri samkvæmt athugun Túrista. Aðspurður um ástæður þess segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að sá háttur verði hafður á út júnímánuð. „…það er stefna Iceland Express að fella ekki niður flug nema í algerri neyð. Við teljum betra að sameina nokkur flug en að fella niður. Það lengir ferðatímann fyrir hluta farþeganna en við teljum þetta samt betri lausn en niðurfellingu. Við tilkynnum farþegum þetta fyrirfram með e-mail og þeir fáu farþegar sem þessi breyting hefur ekki hentað, hefur verið boðið að fara á önnur flug með okkur, án aukakostnaðar.“

Þjóðverjarnir afslappaðir

Þegar Túristi bar nýjustu fréttir af íslensku félögunum undir talsmann German Wings sagði hann að þar á bæ væri fólk rólegt enda vant samkeppni. Þau væru hins vegar sannfærð um að þjónusta félagsins væri góð og verðin samkeppnishæf. Hann segir hlutfall bókana frá Íslendingum vera um fimmtungur af heildinni sem er lægra en áður. Áhugi Þjóðverja á Íslandsferðum sé hins vegar mikill og farþegar félagsins til Íslands komi ekki bara frá Kölnarsvæðinu heldur frá öllu landinu.

Það má því leiða að því líkur að lítil eftirpurn hér á landi eftir ferðum til borgarinnar og ónægjanleg kynning í Þýskalandi sé helsta ástæðan fyrir því að bæði WOW air og Iceland Express hafa lent í vanda með að selja ferðir sínar til og frá Köln.

Hræódýrir miðar í júlí

Í vetur gerði Túristi tvær verðkannanir á fargjöldum til Kölnar frá Keflavík í júlí. Í febrúar kostaði ódýrasta farið, aðra leið, með WOW um 27 þúsund krónur en German Wings um 22 þúsund. Mánuði síðar var verðið hjá síðarnefnda félaginu komið í 24 þúsund en WOW air lækkaði niður í 16 þúsund. Iceland Express hafði þá bæst í hópinn og kostaði miðinn hjá þeim 20 þúsund. Þar kostar nú farið í júlí til Kölnar 13.800 og hefur því lækkað mikið frá því í vetur þó stutt sé í brottför og háannatími ferðalaga runninn upp. Ódýrasta farið með German Wings kostar um sextán þúsund að viðbættu sérstöku töskugjaldi. WOW air er hins vegar dýrast og kostar farið a.m.k. 20 þúsund krónur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Kapphlaupið um KölnBorgar sig að fljúga á nóttunni

Mynd: Germany.travel

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …