Langflestir til í íbúðaskipti

Þrír af hverjum fjórum eru til í að lána heimili sitt í skiptum fyrir íbúð í útlöndum. Innan við tíundi hver lesandi hefur látið verkin tala.

Það er oftar en ekki dýrt að kaupa sér gistingu í útlöndum. Tveggja manna herbergi á evrópsku hóteli kostar sjaldan minna en tíu þúsund krónur. Það þarf því ekki að koma á óvart að Íslendingar vilji í auknum mæli lána heimili í skiptum fyrir sambærileg híbýli í útlöndum. Og sem betur fer eru margir útlendingar áhugasamir um Íslandsferðir og því reynist það mörgum auðvelt að að gera góð skipti.

Lesendur Túrista eru mjög áhugasamir um þennan kost því þrír af hverjum fjórum lesendum segjast vera til í að prófa íbúðaskipti. Aðeins tíundi hver hefur þó reynslu af þessum kosti. Sjötti hver lesandi vill heldur leggja út fyrir gistingunni.

Það fengust 355 svör í þessari könnun Túrista.

 

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Sofið í annarra manna rúmi

Mynd: Homeexchange.com