Margir eiga eftir að panta ferð sumarsins

Nærri þrír af hverjum tíu eiga eftir að kaupa utanlandsferð sumarsins þó komið sé fram í júní. Einn af hverjum fjórum lesendum Túrista ætlar ekki út í sumar.

Þrátt fyrir að auglýsingar á ferðatilboðum hafi verið áberandi í vor þá segjast tæplega þrjátíu prósent lesenda Túrista ekki hafa pantað utanlandsferð sumarsins. Þessi hópur ætlar samt út.

Niðurstöðurnar gefa flugfélögum og ferðaskrifstofum von um að enn eigi eftir að seljast töluvert í ferðir sumarsins því lesendur Túrista voru um sextán þúsund í síðasta mánuði. Hjá tæplega helmingi þátttakenda í könnuninni er hins vegar allt klappað og klárt.

Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrval-Útsýn, segir að tölurnar komi ekki á óvart. „Það er hefðbundið að um þriðjungur eigi eftir að bóka utanlandsferðina í byrjun sumars“. Hann segir að félagið hafi fengið svipað af bókunum nú og á sama tíma í fyrra en þá var töluverð aukning á milli ára.

333 svör fengust í lesendakönnuninni.

Nú spyr Túristi: Hefurðu prófað íbúðaskipti í útlöndum? Vinsamlegast svarið hér til hægri.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Ferðaminningar Arnars Eggerts ThoroddsenStundvísitölur: Iceland Express í góðum gír

Mynd: Sindre Sørhus/Creative Commons