Stundvísitölur: Iceland Express í góðum gír

klukka

Af rúmlega 140 ferðum Iceland Express til og frá landinu í maí þá seinkaði aðeins einni. Hjá Icelandair fóru vélarnar á réttum tíma í níu tilvikum af hverjum tíu.

Á fyrri hluta maímánaðar voru allar ferðir Iceland Express á réttum tíma. Seinni tvær vikurnar voru allar brottfarir á tíma og aðeins einni komu seinkaði.

Ferðir Icelandair frá landinu eru nær alltaf á tíma en komutímar félagsins á seinni hluta maímánaðar stóðust hins vegar aðeins í rúmlega sjötíu prósent tilvika. Það er því töluverður mismunur á stundvísi brottfara og koma. Félagið fór rúmlega sex hundruð ferðir til og frá Keflavíkurflugvelli á seinni hluta mánaðarins en Iceland Express rúmlega sjötíu.

Þar sem WOW air fór aðeins eina ferð á tímabilinu, 15. til 31. maí, er fyrirtækið ekki hluti af stundvísitölum Túrista að þessu sinni. Það verður hins vegar tekið með í reikninginn næst. Þess má þó geta að þær þrjár ferðir sem félagið hefur farið frá Keflavík til þessa hefur öllum seinkað.

Stundvísitölur Túrista, 15. til 31. maí (í sviga eru niðurstöður fyrri hluta maí).

15. – 31. maí.

Hlutfall brottfara á tíma Meðalseinkun brottfara Hlutfall koma á tíma
Meðalseinkun koma Hlutfall ferða á tíma
Meðalbið alls
Icelandair 91% (90%) 2 mín (3 mín) 71% (88%) 5 mín (2 mín) 81% (88%) 4 mín (2 mín)
Iceland Express 100% (100%) 0 mín (0 mín) 97% (100%) 1 mín (0 mín) 99% (100%)

0,5 mín (0 mín)

Um útreikningana: Daglega reiknar Túristi út hversu mikill munur er á áætluðum komu- og brottfaratímum og þeim tímasetningum sem gefnar eru upp fyrir lendingar og flugtak á heimasíðu Keflavíkurflugvallar. Þar sem seinkun um korter telst vera innan skekkjumarka í fluggeiranum þá eru fimmtán mínútur dregnar frá öllum seinkunum. Flug sem tefjast um minna en stundarfjórðung teljast vera á áætlun.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Gera Bandaríkjamenn strangari kröfur hér á landi?Ferðaminningar Arnars Eggerts Thoroddsen
TENGDAR GREINAR: Iceland Express alltaf á tíma

Mynd: Gilderic/Creative Commons